25 lygar

Ég er yfirleitt mjög heiðarleg og hreinskilin. Svona yfirleitt allavega. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Drukkin ég er sérstaklega dugleg að trúa ýmsum hlutum.

 1. Tequila var ekkert svo vont, best að taka eitt skot
 2. Þú kannt að syngja, best að syngja hátt og ein i karioki
 3. Þú ert ekkert svo drukkin, best að þamba þennan bjór
 4. Þú ert alls ekkert svoooo rauðeygð
 5. Kjóllinn er bara fínni svona hátt uppá lærum
 6. Allir vilja knús!
 7. Nei þú talar ekki hátt
 8. Best að senda kærleiksríkt sms, það er góð hugmynd
 9. Þú ert jafnvel flinkari að mála þig eftir nokkra bjóra, best að mála sig alveg uppá nýtt drukkin
 10. 12 ósvöruð sms, best að senda númer 13 – það er alls ekki krípí
 11. Dyraverðinum finnst ofsalega skemmtilegt að spjalla við þig
 12. Vá hvað þú ert flink að taka selfie, best að pósta henni á netið!
 13. DANSA – Þú ert alveg eins og J.Lo
 14. Obsessive, ég? Ehh
 15. Vá, hann var sætur
 16. Þú ferð heim klukkan 2
 17. Nei við ætlum ekkert í eftirpartý
 18. Það sér þig enginn pissa hérna í þessu húsasundi
 19. Trúnó við nágrannann, það verður ekkert vandræðalegt á morgun
 20. Leyndarmál? Nei ég á eeeengin leyndarmál (að minnsta kosti ekki lengur)
 21. Drykkjuleikur er alltaf góð hugmynd
 22. Ég man þetta allt saman á morgun
 23. Nei ég mun alls ekki sjá eftir þessu
 24. Góð hugmynd!
 25. Ég rata heim í fyrramálið

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *