Ég hlakka alltaf mest til jólanna þar sem ég veit að þá get ég átt ótrúlegar góðar stundir með bók í hönd. Eða réttara sagt, með kindil í hönd. Mikilvægustu eign mína. Ég þarf ekki á neinu að halda ef ég hef góða bók, ég tala ekki í símann, ég kíki ekki á netið og […]
Category Archives: Allt og ekkert
Jólagleði trúleysingjans
Ég er búin að vera svo hugsi yfir allri þessari ljótu umræðu sem hefur átt sér stað á netmiðlum undanfarið. Ég elska jólin, mér finnst þetta alveg stórkostlegur tími. Tími barnanna minna, tíminn þar sem þau telja niður dagana allan desember fram að aðfangadag, þar sem þau búa sér til jólagjafalista og svo skreytum við […]
Týnda sálin og eilífðarstúdentinn
Einhvern tíma sagði maðurinn minn við mig að ég væri fullkomið dæmi um manneskju með ADHD í háskóla, flakkandi á milli brauta í hvert einasta skipti viss um að þarna væri námið komið! Draumurinn að rætast og ég var handviss… –þetta- vildi ég læra! Verst að þetta var meðal annars tæknifræði þar sem ég kláraði vor- og […]
Jafnréttið byrjar í leikskólanum
Nú hef ég áður skrifað um hinn stórkostlega grunnskóla sem eldri börnin mín tvö ganga í og taldi ég því tímabært að skrifa um hinn dásamlega leikskóla sem örverpið er á. Leikskólinn heitir Hokus Pokus og er stúdentaleikskóli rekinn af Studentsamskipnaden i Agder (SIA) og er leikskólinn svokallaður jafnréttisleikskóli. Það er næstum jafnt kynjahlutfall af […]
Góðu ofbeldismennirnir og lögreglustjórinn
Í mars 2012 birtist einkar óviðeigandi viðtal við Sigríði Björk núverandi lögreglustjóra Höfuðborgarssvæðisins og þáverandi lögreglustjóra Suðurnesja. Í fullum skrúða birtist Sigríður Björk á forsíðu tímaritsins Nýtt Líf þar sem hún efaðist um orð Guðrúnar Ebbu varðandi meinta misnotkun föður hennar, þáverandi Biskup Ísland, Ólaf Skúlason. Sigríður Björk er gift bróður Guðrúnar Ebbu, sr. Skúla […]
Óvænt athygli
Pistillinn minn um framkomu skólans í garð okkar foreldrana og Mikaels fékk óvænta athygli og var sólarhringurinn eftir færsluna hálf óraunverulegur. Ég er virkilega þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk fyrir að stíga fram og hversu mikið þetta opnaði umræðuna. Þá vil ég líka þakka fréttamiðlum fyrir að koma til móts við mínar kröfur að […]
Viltu ekki hringja og tilkynna veikindi?
Í byrjun september 2012 fékk ég símtal sem ég bjóst aldrei við að fá. Það var símtal frá þáverandi kennara Mikaels þar sem hún sagði mér að nú færi brátt að líða að samræmdu prófunum í 4. bekk og spurði hvernig mér fyndist Mikael stemmdur í þau. Ég sagði henni að ég hefði litlar áhyggjur […]
Opnum augun
Hér úti hefur einelti verið gríðarlega mikið í umræðunni. Sagan af honum Odin hefur hrist ótrúlega upp í samfélaginu, þar sem hver einasta manneskja sem les söguna hans fær illt í magann og tár í augun. Hvernig getur svona grimmd á móti barni þrifist í okkar samfélagi? Hvað veldur því að þetta er ekki stöðvað? Ég […]
Fjarlægðin gerir fjöllin….
blá? Eða mögulega er búið að selja öll fjöllin og því ekkert eftir til að sakna. Nú hef ég verið búsett í Noregi í rúma 15 mánuði og að fylgjast með Íslandi í fjarlægð og þeirri firringu sem á sér þar stað er hreint út sagt ótrúlegt. Ég varð virkilega glöð inní mér þegar ég […]
Af hverju ég vorkenni ekki
Það hefur verið örlítið í umræðunni að kenna í brjósti um kynferðisbrotamenn en best að taka það fram að betra er að lesa umræðuna í heild sinni inná facebook síðu Haukar þar sem DV fjallar einungis bara um brotabrot af því, en ég kann hreinlega ekki við að linka beint á facebook síðu annarra og því […]