Vonbrigði vikunnar

Eiga klárlega Stígamót. En ég las frétt inná visir.is þá sem þær leituðu eftir karlmanni til að starfa hjá þeim. Þetta er tekið úr fréttinni http://visir.is/stigamotakonur-leita-karls-med-skegg/article/2014140309286 „Já, við viljum fá góðan karl í lið með okkur. Helst með skegg og allt svo þetta sé augljóslega maður. Og, þá kannski til að undirstrika vinnu okkar með körlum. […]

Að hafa hugrekkið til að lifa lífinu

Titillinn segir í raun allt sem segja þarf. Þetta virðist vera einfalt en flestir kannast við það að það krefst ótrúlegs hugrekkis að þora að lifa lífinu til fulls. Flest sitjum við í viðjum vanans og lifum öruggu lífi. Við erum flest hrædd við breytingar og hvað þær fela í sér. Mörg erum við óhamingjusöm […]

Af hverju tíminn er það dýrmætasta sem ég á

Það eru flestir vissir um að við höfum flutt því við vildum meiri peninga. Það er auðvitað rétt en samt ekki. Við fluttum fyrst og fremst vegna þess að við vildum tíma. Einhver sagði „Tíminn er peningar“ en ég myndi frekar segja „Tíminn er allt“. Að eiga tíma er það dýrmætasta sem ég á. Ég […]

Skóli fyrir alla (eða bara svo lengi sem þú ert flinkur í bóklegum fögum..)

Í dag var fyrsti skóladagurinn minn eftir jólafrí. Ég er bara þó nokkuð spennt fyrir þessu misseri, það er þægilega sett upp. Ég verð einungis í tveimur áföngum í einu og mun taka þrjá áfanga í heildina, 1 langan og tvo stutta. Því verður fyrsta lokaprófið mitt í byrjun mars en meðan samkomulagið er svona […]