Haldið til poka

Ég er að hlusta á perluna hans Eiríks Fjalars um nútímastúlkuna Nönnu. Fyndnasta sköpunarverk Ladda fyrir utan kannski Grínverjann. Hafði ekki leitt að því hugann svo áratugum skipti þegar ég áttaði mig á því í gærkveldi að ég misskildi alltaf annað erindið hér í denn:

Ekki er hún uppfull af hroka.

Aldrei hún framar tranar sér.

Hæversk og heldur til boka (svo).

Helvíti viðkvæm hún er.

Í þriðju línunni hélt ég alltaf að hann Eiríkur syngi „Hæversk og heldur til poka.“ Þetta var í þá daga þegar ég lifði enn í mínu verndaða málumhverfi og hafði ekki náð því í þaula hvernig slefmælgin virkaði hjá ykkur málsóðunum hérna fyrir sunnan. Ég velti því dálítið fyrir mér á sínum tíma afhverju stúlkan væri að halda til þessum poka. Og var helst á því að hún væri bara svona rosalega hæversk stúlkan: þetta væri ælupoki sem henni fyndist nauðsynlegt að hafa við höndina fyrir þá samferðamenn hennar sem væru búnir að fá nóg af samvistunum.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar

5 Comments

 1. Man enn eftir thegar afi minn heitinn spurdi thegar Eiríkur Fjalar var í sjónvarpinu…“er eitthvad ad thessum manni“

  ps: hvenaer verdid thid a ferdinni í sumar um skáni?

 2. Sko. Ég hef reyndar aldrei talið Þórhall þennan Sigurðsson í hópi fyndinna manna. Í þetta sinn jaðrar þessi texti þó við fyndni. Ég held reyndar að það sé óvart hjá Þórhalli. Svo er nefnilega mál með vexti að Theódór Einarsson orti einu sinni ljóð sem heitir Vinarkveðja og í viðlaginu þar segir:

  Ég heyri vorfugla kvaka komdu vinur til baka,
  þá við vökum og syngjum meðan vornóttin dvín.

  Þegar Haukur Morthens söng þetta inn á plötu hafði hann farið á námskeið í hljóðmyndun og raddbeitingu og meðal annars numið að það hljómaði betur að kringja agnarögn öll hljóð. Þess vegna söng hann:

  Ég heyri vorfugla kvoka komdu vina til boka…

  Þetta var náttúrlega sprenghlægilegt hjá Hauki en virkaði að vísu ekki hjá Þórhalli síðar. Því miður.

  Theódór Einarsson

 3. Sko. Ég hef reyndar aldrei talið Þórhall þennan Sigurðsson í hópi fyndinna manna. Í þetta sinn jaðrar þessi texti þó við fyndni. Ég held reyndar að það sé óvart hjá Þórhalli. Svo er nefnilega mál með vexti að Theódór Einarsson orti einu sinni ljóð sem heitir Vinarkveðja og í viðlaginu þar segir:

  Ég heyri vorfugla kvaka komdu vinur til baka,
  þá við vökum og syngjum meðan vornóttin dvín.

  Þegar Haukur Morthens söng þetta inn á plötu hafði hann farið á námskeið í hljóðmyndun og raddbeitingu og meðal annars numið að það hljómaði betur að kringja agnarögn öll hljóð. Þess vegna söng hann:

  Ég heyri vorfugla kvoka komdu vina til boka…

  Þetta var náttúrlega sprenghlægilegt hjá Hauki en virkaði að vísu ekki hjá Þórhalli síðar. Því miður.

 4. Einhvern tíma var sagt: Það skaðar engan að heyra góða vísu of oft kveðna – ég ætlaði að leiðrétta testann og nema brott nafn Theodórs sem er sin og undirskrift í fyrri textanum, en það fór nú sem fór 🙂

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *