Eitt ofurlítið kast af smárasótt

Þriðji í páskum: ég er með magapínu.

Er ég annars sá eini sem er ekki alfarið afslappaður yfir PepsíMax auglýsingunni? Þessari þar sem menntaskólastrákarnir eru strandaglópar í eyðimörkinni? Og súpersexí skutlan kemur til bjargar eins og í blautum draumi í svefnpoka í Þórsmörk?
„Úúúú strákar. Við verðum víst að vera hérna í nótt.“

„Eigum við ekki að koma ykkur úr þessum ‘blautu’ fötum.“

Já, fynd. Haha. Og fólk lætur eins og Kókakólakompaníið hafi verið fyrst til að fatta uppá auglýsingaherferð með Zero legsýkisjöfnuði.

Afhverju hef ég aldrei orðið var við neinn láta þetta fara í taugarnar á sér?

Ég veit ekki. Kannski er þetta bara af því að viðfangið er hjólgraða heimilisfrúin Eva Longoria, en ekki togleðursjórtrandi fermingarstelpa úr Kópavogi. Ekki þess verð að taka sóttina yfir.