Í dag er ég glaður

Frumraun mín sem leikstjóra í gærkvöldi gekk framar mínum björtustu vonum. Og frammistaða mín sem leikara í öðru verkefni á sömu dagskrá var skammlaus, held ég barasta. Þeir sem hafa áhuga á skemmtilegum kvöldstundum hafa enn séns: seinna sýningarkvöldið verður í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld klukkan níu.

Tölvan okkar lullar fetið þessa dagana. Við förum og látum strauja hana á föstudaginn kemur. Tókum afrit af öllum djásnunum okkar um helgina sem leið, þannig að ekki skrifar maður neitt inn á hana af viti næstu dagana – ekkert sem maður vill halda í.

Það er ágætt. Þá get ég notað kvöldin þangað til í að strauja á meðan.

Svo á ég alltaf eftir að segja frá því þegar ég fór út að borða með frægum og mikilsvirtum rithöfundi um daginn. Og lýsa áliti mínu á bókinni hans sem ég las í kjölfarið.

Meir um það síðar.