Efnahagsleg sóttkví

 Síðan á mánudag hef ég verið að bíða eftir að mánaðarlega greiðslan sem ég legg af laununum hérna úti í reikningana uppi á skerinu bærist í gegnum prósessana. Svo í morgun fékk ég þessa orðsendingu frá Danske Bank þaraðlútandi: Overførsler til/fra Island. Danske Bank koncernen udfører ikke længere betalinger til og fra Island på grund …

Sokkar, tvífarar mánaðarins og kreppudiskur í undirbúningi

Viðskiptafréttirnar á TV2 segja frá skelfingarástandinu hjá litlu grönnum okkar á eyjunni í norðri. Sjálfur er ég í pásu frá að stoppa í sokka – ég er að vinna mig í gegnum hrúgu af svona tíu-fimmtán pörum. Og nei, það er ekki alþjóðlega lánsfjárkreppan sem kennir berfættum graspiparsveini að stoppa í sokka. Ég hef gert …

Nokkur blöst úr fortíðinni

Eitthvað segir mér að Mamma Mia! muni ganga vel í íslenskum bíóum eitthvað enn um sinn. Þörfin fyrir gleðina fer a.m.k. ekki minnkandi. Þrátt fyrir hrun kapítalismans lifir lögmálið um framboð og eftirspurn enn góðu lífi – í kvikmyndunum. – – – Biedermann og brennuvargarnir. Þessi leiksviðsdæmisaga eftir Max Frisch um Þýskaland nasismans hefur verið …

Uppreisnir. Baun. Góður dagur.

Þrennt sem þrátt fyrir allt (eða réttara sagt vegna alls þessa) átti góðan dag í gær: Íbúðalánasjóður. Spunarokkarnir eru þagnaðir, þeir sem vildu leggja hann niður. Íslenskt táknmál. RÚV virðist loksins búið að viðurkenna að þetta sé alveg hægt. Þetta er ekkert mál. Steingrímur J. Sigfússon. Hann hafði fullkomið efni á að segja „ég er …

Götumynd Laugavegarins

Sit á Máli og menningu (heitir það það annars ekki ennþá? það er alltaf allt að breytast hérna) og horfi upp með götunni. Voðalega er þetta niðurnítt eitthvað. Hvernig er það, er öllum orðið alveg sama um götumynd Laugavegarins í dag? Hvað er eiginlega málið? Allir fjargviðruðust yfir þessu í smátíma, það vantaði bara að …