Skurðgoðadýrkun og Bez

Forsíða Moggans segir mér að alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s viðhaldi lánshæfiseinkunn Íslands upp á Baa1. Það er eitthvað skemmtilega viðeigandi við það, finnst mér. Óli Palli í útvarpinu var svo að enda við að segja mér að hálfnafni minn, Bez, hafi nú nýverið unnið sjónvarpsleikinn „Celebrity Big Brother.“ Ég klappa fyrir því. Þetta hér er bæði …

Sjálfstæðisþingmaður hittir naglann á höfuðið – hrós

Ég má til með að hrósa Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir að hitta naglann rækilega á höfuðið og fanga í einni málsgrein nákvæmlega hvar potturinn er brotinn í íslensku stjórnskipulagi, í viðtali við Helga Seljan fyrr í dag: HS: [… talar um yfirlýsingar um skort á trausti á  seðlabanka, fjármálaeftirliti og ríkisstjórn í röðum þingmanna …

Úr Vonarstræti

Skúli hefur ekki sagt orð lengi. En núna svarar hann hægt og rólega: Í mannkynssögunni koma fyrir augnablik þar sem allt sem áður var ómögulegt er skyndilega mögulegt. Slíkt augnablik er að renna upp núna. Á Íslandi í þetta sinn. (Vonarstræti eftir Ármann Jakobsson, bls. 79-80)

Velkomin í partýið við enda lýðveldisins

Dagurinn í gær var afar merkilegur. Hápunktar frá mínum sjónarhóli, í tímaröð: Fánabrenna á x-D fána frá Sjálfstæðisflokknum. Tryggvi Gunnarsson sjálfstæðishetja grímuklæddur í Alþingisgarðinum. Ég sem einkabílstjóri friðsamlegasta mótmælanda dagsins eftir að hann fékk piparúða í andlitið. Stemmingin í gærkvöldi var sérstök: Hálfgerð partýstemming – góða skapið allsráðandi en undirliggjandi einhver alltaðþví óbærileg spenna sem …

Fánabrenna og lampúsetta

Jæja. Ætla ekki annars allir að mæta niðrá Austurvöll í hádeginu á morgun? Mig langar til að brenna fána. Og klæða Jón Sigurðsson í lambhúshettu. Sem minnir mig á að í æsku hélt ég að það væri skrifað lampúsetta. Norðlenski framburðurinn sko.

Nomen Nescio

Alltaf öpp tú deit – nú skal talað um daginn í gær. Ég leit niður í Austurstræti um hádegisbilið í gær. Sá þar og bekenndi Guðmund hinn góða, enda var hann ekki anonymus samkvæmt dagskipun. Fékk þar fljótlega smáskilaboð frá vinum mínum Árna og Siggu Láru að líta í kaffi, sem ég og gerði. Við …