Temavika lágmenning (seinni hluti): „Leðjan til Lettlaaands!“

Höfum þetta stutt.

– – –

Ef kosið yrði á morgun eftir eftir því hver hefur sýnt besta og öruggasta flutninginn, þá ætti Íris Hólm að taka þetta. Hún er sá flytjandinn í úrslitunum sem skilaði lýtaminnstri frammistöðu í undanriðlunum: hún bar af  öðrum sem komust áfram (verst að ég er ekki nema rétt svo hrifinn af laginu…). Svo mæli ég með að kjóllinn hennar annað kvöld hæfi henni betur en sá sem hún var í síðast.

– – –

Af öllum sem komust áfram, sagði ég. Mér finnst reyndar hálfgerð synd að Anna Hlín hafi ekki komist áfram – hún kom mér ánægjulega á óvart. Hefði alveg átt skilið að vera kosin áfram frekar en hvor heldur sem er af hinum tveimur flytjendunum það kvöldið.

Eina dæmið um slíkt í þetta skipti, finnst mér. Og má telja vel sloppið.

– – –

Bæði Matti Matt og Sjonni Blank verða fagmannlegir og án stórslysa, sosum. En mun ekki fara af þeim meiri sögum.

– – –

„Stóru Evróvisjónstríðin“ hafa náttúrulega verið milli tjaldbúða Heru Bjarkar og Jógvans. Hálfhláleg vitaskuld, eins og öll önnur stríð á skerinu þessi dægrin (les: síðustu sextíu árin).

Þau eru bæði ágætir flytjendur, þótt hvorugt hafi verið uppá sitt besta í sínum flutningi þetta árið. Sem skýrist kannski af því að lögin þeirra beggja eru óttalegt miðjumoð.

Soddan hrat.

Lagið hans Örlygs Smára kannski ekki stolið, bara óttalega mikið eins. Gleymum þessari Kate Ryan; mér finnst ég alltaf vera að hlusta á ódýrt og handabakalega útfært rippoff af „This is my life“ þegar ég heyri það.

Og mér er fyrirmunað að muna eftir lagi frá Bubba sem er hvorttveggja, grípandi og góð lagasmíð, síðasta… tjah… hálfan annan áratuginn, sirkabát.

– – –

Þá sem þekkja mig þarf ekki að undra að ég held með Hvanndalsbræðrum. Langskemmtilegasti entransinn í ár. Minnir mig dálítið á Leðjuna frá því þarna um árið (án þess að vera að ræna neinu, haha). Og fiðlusólóið er innblásin himnasæla. Ef ég væri að fara að hringja inn á morgun myndi ég hringja í númerið þeirra.

– – –

En ég þori samt nánast að veðja að annaðhvort Hera Björk eða Jógvan á eftir að taka þetta.

– – –

Æ fokkitt. Ég er farinn að hlusta á Semino Rossi.