Á föstudagskvöldið síðasta var mér boðið út að borða – yfirmaðurinn á rannsóknastofunni hélt uppá afmælið með því að bjóða samstarfsfólkinu á Reefs, grillhús með vesturheimskt kóralrifjaþema við hliðina á körfuboltahöllinni. Ég ákvað að láta reyna á hamborgarann. Ég veit ekki hvort frúin hefur nokkru sinni minnst á það hjá sér: Það er nánast ómögulegt …
Author Archives: Hjörvar
Tepokar í Tübingen (2)
Hvunndagurinn tekur á sig mynd í einverunni. Það kom með mér hingað yfir fullur ruslapoki af fötum sem krakkarnir voru vaxnir uppúr. Á laugardeginum lagði ég uppí góðan göngutúr yfir í Waldhäuser Ost hverfið – hverfi með háreistum blokkum sem rísa yfir Waldhausen-býlið hérna austan við Heuberger-Tor-Weg. Ég vissi að það væri fatagámur þarna einhversstaðar. …
Tepokar í Tübingen
Þá er maður búinn að vera einsetumaður á ellefta dag hérna úti. Frúin var kölluð aftur til að byrja vinnu heima í Reykjavík uppúr áramótum og tók börnin með sér, eins og hún hefur áður lýst. Flugið fyrir þau heim var þann þriðja janúar, en við fórum öll saman með lest daginn áður til Frankfurt …
Væmna þakkarræðan
Já, þannig fór það. Fyrir mitt leyti komu úrslitin mér ekki á óvart. Ef ég á að segja alveg eins og er, þá var ég fyrst ekkert svo viss um að ég ætti eftir að fá mikið fleiri en svona tuttugu manns inn á hugmyndina. Og reisti mér engar skýjaborgir um útkomuna eftir að fjöldi …
Kosningadagur
Góðan og gleðilegan kosningadag. Vonandi hafa allir gert upp hug sinn. Í síðasta sinn: Það skiptir svo miklu máli að nýta rétt sinn til að kjósa. Sérstaklega í þessum kosningum. Það eina sem er mögulega síðra en að kjósa ekki er að kjósa einhvern hugsunarlaust bara af því að einhver sagði manni að gera það. …
Um bankastarfsemi í útlöndum og kosningapartý
„Þú færð allan minn stuðning Hjörvar,“ sagði einn kunningi minn við mig, „ef þú stendur fyrir því að binda í stjórnarskrá ákvæði um að íslenskir ríkisborgarar megi hvorki eiga né reka viðskiptabanka í útlöndum.“ Þetta var fyrir um það bil tveimur mánuðum, þegar ég var enn að leita hófanna með það hvort ég ætti að …
Continue reading „Um bankastarfsemi í útlöndum og kosningapartý“
Grein á Vísi og nokkur svör
Dagurinn í gær var mikill greinabirtingadagur. Sú þriðja birtist á visir.is um hádegisbilið og fór nánar út í efnið sem ég impraði á í hinum tveimur. Um það sem mestu máli skiptir. – – – Síðustu tvær vikur hef ég fengið nokkur bréf frá félagasamtökum og einstaklingum sem hafa viljað forvitnast um afstöðu frambjóðenda til …
Það sem mestu máli skiptir
Það er rétt að ég hnykki á því sem mér finnst skipta allramestu máli við þetta stjórnlagaþing, númer eitt, tvö og þrjú. Farðu og kjóstu á laugardaginn. Hverja þá sem þér líst best á. Það er mikilvægast af öllu. Stjórnlagaþing mun þurfa sterkt umboð frá þjóðinni. Það verður að draga eitthvað af tönnum úr framkvæmdavaldinu. …
Það er létt að kjósa (kveðskapur)
Að kjósa til stjórnlagaþings er þónokkuð létt. Þú þarft bara lista af snillingum, boltum og vinum. Og síðan er bara að sjá til að þetta sé rétt: Þú setur þann besta efst, og raðar svo hinum. (Ég tala af reynslu, þar sem ég kaus einmitt utan kjörstaðar í dag.)
Útvarpsviðtal og nauðsyn þess að kjósa
Síðustu vikuna hefur ríkisútvarpið gert stórátak í umfjöllun sinni um stjórnlagaþingið. Það er kominn þessi líka fíni stjórnlagaþingsvefur hjá þeim þar sem meðal annars er hægt að hlusta á viðtöl sem óöfundsverðir starfsmenn RÚV tóku við alla frambjóðendur um liðna helgi. Á sunnudagskvöldið var hringdi Leifur Hauksson í frambjóðanda #3502 og leyfði honum að ausa …