Fjórði dagur fyrstu viku

Lífið er athyglisvert. Ég hef síðasta mánuðinn verið að lesa Sjálfstætt fólk í strætóferðunum. Uppgötvaði á föstudagsmorguninn – rétt eftir að kýrin hafði verið skorin – að hér vantaði örk. Úr þeirri krísu greiddist í gær. Og horfir sosum ekkert illa með aðrar sem uppá komu síðar sama daginn. En mikið sem maður finnur sig […]

Umvörpum (sic)

Hér er eitt sem mér þætti gaman að sjá einhverja hrekja: Orðmyndin umvörpum er algengasta villa sem til er í rituðum texta á internetinu. Örsnöggt gúgl leiddi í ljós að það kemur fyrir u.þ.b.  809 sinnum („Exact phrase, Icelandic pages“) meðan hin rétta orðmynd unnvörpum kemur fyrir u.þ.b 1420 sinnum. Það er: Í 36% tilfella […]

Þjóðráð – tillaga að svari við femínísku spursmáli

Mikið sem fólk nennir að bylta sér yfir spurningunni hvað kalla skuli ráðherra sem ekki er herra. Sérstaklega þar sem svarið hefur alltaf verið til staðar í tungumálinu. Lausnin er einföld: við leggjum af þetta óþarfa viðskeyti. Úr Orðabók Menningarsjóðs (1983): ráð, -s, -H […] 9 (æðsti) stjórnandi; nefnd […] Sumsé: Það er ekkert sem […]

Reykingar, bjór og borgaraleg gagn-óhlýðni

Sko… …hjaddna… …nú er ég afskaplega hrifinn af borgaralegri óhlýðni. En samt verð ég að segja að mér finnst aðgerðir þeirra verta og kúnna sem tóku það upp hjá sér að brjóta reykingabannið um liðna helgi óttalega ógeðfelldar. Eiginlega hrein viðurstyggð. (En það er mér reyndar farið að finnast um allar reykingar, nú á gamals […]

Nýtur manga neinn?

Talandi um það. Ég hef aldrei skilið hvað fólki finnst svona merkilegt við manga. Ég fór á Borgarbókasafnið niðrí kvos í gær. Þar var heljarinnar útstilling í anddyrinu með manga-bókum. Og rekki á rekka ofan á annarri hæðinni – ég gekk framhjá þeim í leit að einhverju meira við mitt teiknimyndasöguhæfi inni í horninu þar […]

Tímarnir okkar / Tímarnir afa og ömmu

Hjaddna… …sko… …ekki það að mér finnist þeir ekki fínir og allt það… …en hafiði heyrt nýja lagið með Sprengjuhöllinni? Þetta úr leikritinu fyrir norðan? Ég var allavega að heyra það áðan í fyrsta skipti. Það var í útvarpinu sko. Þessu sem maður þarf að stilla á bylgjulengdina. Alltaf svo fastur á tuttugustu öldinni. Allavega. […]

Dansandi ástardúett og einræður Jagós

Við hjónin fórum í leikhús í gær. Á frumsýningu á Ótelló, Desdemóna og Jagó í Borgarleikhúsinu. Það var… magnað. Það eina sem flutt er af þýðingunni hans Helga Hálfdanarsonar eru einræður Jagós (Hilmir Snær Guðnason), en Desdemóna (Elsa G. Björnsdóttir) talar táknmál og Ótelló (Brad Sykes) tjáir sig í dansi. Svo rennur þetta líka saman: […]