Þögnin rofin

Það var þögn. Og svo var hún rofin af hrópandanum í norsku eyðimörkinni. Hvað skal segja? Það er alltaf hægt að byrja á að óska gleðilegs nýs árs. – – – Ég vorkenni honum Ólafi dálítið. Svona sem manneskju. Ég vorkenni honum næstum jafn mikið fyrir það ámæli sem hann liggur undir og ég vorkenni […]

Come On!

Ég sá frétt og gluggaði í viðtal fyrir mánuði eða tveimur um það að The Verve væru snúnir aftur. Nú er það meir að segja komið í Mogga allra landsmanna, og hlýtur þá að vera satt. Þetta þykja mér góð tíðindi. Ashcroft sem sólólistamaður þótti mér yfirmáta þurrkuntulegur og uppfullur af sjálfum sér. Það þurfti […]

Í dag er ég glaður

Frumraun mín sem leikstjóra í gærkvöldi gekk framar mínum björtustu vonum. Og frammistaða mín sem leikara í öðru verkefni á sömu dagskrá var skammlaus, held ég barasta. Þeir sem hafa áhuga á skemmtilegum kvöldstundum hafa enn séns: seinna sýningarkvöldið verður í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld klukkan níu. Tölvan okkar lullar fetið þessa dagana. Við förum og […]

„Vertu hjá mér Dísa…“

Hvað ætli sé Tom-Waits-legasta lag sem til er sem er ekki eftir Tom Waits, né undir augljósum áhrifum frá honum, né öfugt? Dalakofinn eftir Friðrik Jónsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er mér ofarlega í huga þessa dagana. Kannski meira um það seinna í dag. Setjum eftirfarandi ramma, til að halda þessu einföldu: Íslenskur […]

Kjaftæði, tár og frelsi

Hvað í anskotanum á það eiginlega að fyrirstilla að í hvurt einasta skipti sem hitnar í kolunum í Valhöll, þá koðnar öll vitleysan niður í innantómt mas um það hvur sagði hvað og hvur sá ekki hvaða ómerkilega snýtubréfssnepil á einhverju tveggja eða þriggja manna tali, hvort sem það var í lokuðu vinnuherbergi í Breiðholtinu eða […]

Hreintungufasismi fyrir víðerekomne – orð dagsins

Þessutan er ég með smá curiosa fyrir þá sem orðnir eru leiðir á öllu þessu tali um fákeppni á Íslandi í dag: Ég var að blaða í orðabók mér til skemmtunar í gær (einusinni sem oftar) þegar ég alltíeinu rak augun í orð sem skapaði hugrenningatengsl við annað orð sem ekki var til: Orð dagsins […]

IgNóbel! Shkehntilegt! Ússlidd!

Þá er búið að veita IgNóbelinn í ár. Verðlaunin eru sem hér segir: Læknisfræði: Fyrir rannsóknir á aukaverkunum sverðagleypinga. Eðlisfræði: Fyrir rannsóknir á því hvers vegna og hvernig lök krumpast (þessir hafa væntanlega þurft að sofa á því). Líffræði: Fyrir detaljeraða alhliða úttekt á dýralífi og gróðurfari rúmdýna (næsta skref verður að kryfja til mergjar […]