Það er fullt að gerast. Hreinlega allt að verða vitlaust. En ég kýs að segja sem minnst á þessu stigi málsins. Hvet þó fólk til að tékka á ljóði dagsins.
Author Archives: Hjörvar
Lag dagsins
Lag dagsins er „Territorial Pissings“ með Nirvana. Og ekki orð um það meir.
Haldið til poka
Ég er að hlusta á perluna hans Eiríks Fjalars um nútímastúlkuna Nönnu. Fyndnasta sköpunarverk Ladda fyrir utan kannski Grínverjann. Hafði ekki leitt að því hugann svo áratugum skipti þegar ég áttaði mig á því í gærkveldi að ég misskildi alltaf annað erindið hér í denn: Ekki er hún uppfull af hroka. Aldrei hún framar tranar […]
Mig dreymdi um daginn að það væri búið að skipta um nafn á götunni okkar. Vegna allrar stigmatíseringarinnar í kringum umfjallanirnar um „Stóra Breiðavíkurmálið“ hafði einhver silkihúfan komið því í gegn að gatan okkar mátti ekki lengur heita Breiðavík – það gat bara valdið misskilningi. Í staðinn var búið að vinna eitthvað voðalega nútímalegt götuheiti, eitthvað mun asnalegra. […]
Einu sinni var…
Ég átti alltaf eftir að segja frá því að ég fór í leikhús í nóvember síðastliðnum. Og varð djúpt snortinn. Mér liggur við að segja, ég varð fyrir „leiklistarupplifun.“ Varð uppnuminn. Dagskráin sem um ræðir hét „Einu sinni var…“ og var sett upp af leikfélaginu Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún samanstóð af 12 manns sem sátu […]
Yfirlýsing
Auk þess má taka fram að ég og öll mín fjölskylda stendur einhuga með framlagi Gunna og Heiðu í úrslitum íslenska foratsins fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Afburðabesta lagið í ár.
Drottningarviðtal
Ekki finnst mér nú hægt að segja að þau tíðkist nú hin breiðu spjótin í Kastljósinu.
Samræður um kvikmyndir yfir hádegismatnum á ónefndum alþjóðlegum vinnustað: Frakki: „Yes, the acting is exCELLent… There is this actress, she was in this movie, About a Boy, what is her name…“ Íslendingur: „Toni Collette?“ Frakki: „I don’t know…“ Íslendingur: „Australian actress…“ Frakki: „Yes, exACTly, she has a funny face…“ (Þögn) Íslendingur: „Well, I thought you […]
Trunt trunt
Bloggari dauðans liggur máske í vetrarmóki. Eins og sumir aðrir (og nefnum engin nöfn hér takk fyrir). En hann er greinilega ekki dauður úr öllum æðum og á hreint ansi magnaða fréttaúttekt á Kistunni sem orðin er nokkurra daga gömul en sem ég rambaði ekki á fyrr en núna rétt í þessu. Við lesturinn varð […]
Þorri
Ég fékk mér hafragraut og flís af súrum blóðmör í morgunmat.