Dagur 7

(VARÚÐ: Viðkvæmum lesendum skal bent á að í þessari færslu verður minnst á líkamlegar fúnksjónir.) Við fórum norður um helgina. Það var ævintýraför mikil. Ferðin á föstudeginum tók meira en sjö tíma – við lögðum af stað fyrir klukkan fimm og vorum ekki komin norður fyrr en eftir miðnættið. Vesturlandsvegur var lokaður á tveimur stöðum …

Litl

Jæja. Ég var að renna augunum yfir blessaðan moggavefinn. Svona eins og maður gerir. Hélt ég hefði  fundið léttvægustu frétt dagsins í þessari hérna (sem annaðhvort Skapti eða Skafti hefði kallað nýja frétt um nýjar fornleifar): Eyrnalokkur finnst eftir að hafa verið týndur í 73  ár! En þurfti ekki að leita nema tveimur fyrirsögnum neðar …

Ammlis

Jæja. Það er bara fjögurra ára bloggafmæli. Ekki geri ég mikið í því. En á morgun er eitt af hinu taginu. Ekki stórt sosum, en þó ekki minna en svo að ég býð nokkrum vinum í hátíðarkvöldverð. Stefnt er á að matseðillinn verði eitthvað í þessa áttina: Forréttur: Grillaðir humarhalar með estragoni, hvítvíni og hvítlaukssmjöri …

Stella Blómkvist fundin?

Við hjónin lágum uppi í rúmi yfir jólabókunum milli jóla og nýárs. Eða, ég lá með jólabók (Sendiherrann eftir Braga Ólafs, skyldirðu spyrja) og frúin var að ljúka reyfaranum sem koma þurfti frá áður en byrjað var á jólabókaflóðinu: Morðinu í Rockville, eftir (og um) Stellu Blómkvist. Og einhvernveginn svo æxlaðist að við fórum enn …

Sungið og leikið í Grafarvogskirkju

Endalaus söngur og spilerí í Grafarvogskirkju þessa dagana. Hrefna söng á jólatónleikum með barnakór kirkjunnar á sunnudaginn var og lék á blokkflautu á jólatónleikum tónlistarskólans á mánudeginum. Barnakórinn sló þvílíkt í gegn að hann var fenginn til að syngja í „Ísland í bítið“ í morgun, í beinni úr Grafarvogskirkju. Fjölskyldan rifin á lappir fyrir allar …

Bragðið af jólunum

Sit við tölvuna og hlusta á blessaðan spilastokkinn. Slembileikurinn skellir á mig „What can I give him“ með henni Mahalíu Jackson heillinni og yfir mig steypist bragðið af jólunum: Rjúkandi heitt og ilmandi soðið brauð með rennandi smjöri og spikfeitri hangikjetsflís. Svo strax oní það kemur Föndurstund með Baggalúti. Jólin eru greinilega að koma.