Af tveimur tungum

Til hamingju með dag íslenskrar tungu. – – – Það eru tvær fréttir sem mig langar að staldra við eftir daginn. Þær eru hvor úr sinni áttinni, þótt þær tengist. Sú fyrri er gleðileg (að mestu) og er einmitt í tilefni af deginum. Gísli Einarsson var í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins frá Landnámssetrinu í …

Handhafi Jónasar

En allt frelsi, jafnt þjóða sem einstaklinga, krefst aga. Agi hvers einstaklings, í hugsun og hátterni, getur aldrei leitt til annars en farsældar allrar þjóðarinnar. Við megum aldrei ganga svo lengi á sjóði, hvorki andlega né veraldlega, að ekkert sé lengur eftir til að gefa. Við höfum þegið góðar gjafir frá fyrri kynslóðum og öðrum …

Opið bréf til Biskupsstofu og Aðskilnaðar ríkis og kirkju

Ágætu viðtakendur. Nú fyrr í dag bárust mér tvö bréf með stuttu millibili, eitt frá Biskupsstofu og annað gegnum síðu og póstlista sem ég er „lækari” og áskrifandi að á Fasbók, um Aðgerðir til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Í bréfinu frá Biskupsstofu sagði eftirfarandi: „Kæri frambjóðandi til stjórnlagaþings, Biskupsstofa vill stuðla að upplýstri umræðu um …

Um þjóðfund, kirkjumál og sitthvað smálegt.

Jæja, þá er þjóðfundi lokið og virðist sem hann hafi lukkast vel. Þá þarf bara það fólk sem er sammála því sem þar kom fram að kjósa sér fulltrúa á stjórnlagaþingið til að framkvæma það. Þeir sem eru kosnir á stjórnlagaþing eru náttúrulega ekki bundnir af neinu öðru en sinni eigin sannfæringu. Þeir þurfa ekki …

Um ýmsar mögulegar breytingar

Svo ég haldi áfram frá því síðast: Hverju er hægt að breyta við núverandi stjórnskipan þannig að hún verði í megindráttum svipuð, en samt þannig að styrki löggjafar- og dómsvald á kostnað framkvæmdavalds? Svar: Það er margt og ýmislegt. Ég er sjálfur hlynntur því að halda í forsetaembættið. Ég á allavega erfitt með að sjá …

Um bakgrunn og hagsmunatengsl

Ég heiti Hjörvar Pétursson. Ég er fæddur á Akureyri 1972 en ólst einnig upp á Blönduósi og að Hólum í Hjaltadal áður en ég flutti til Reykjavíkur um tvítugt. Ég útskrifaðist sem líffræðingur (B.Sc.) frá Háskóla Íslands 1996, starfaði á tölfræðideild Íslenskrar Erfðagreiningar frá 1998, og hef starfað við læknisfræðilega erfðafræðideild Háskólasjúkrahússins í Tübingen í …

Um framboð til stjórnlagaþings

Nú þegar frestur fyrir framboð til komandi stjórnlagaþings er útrunninn virðist sem þau slagi eitthvað á fimmta hundraðið. Dálítill munur frá því fyrir minna en þremur vikum þegar einhvernveginn virtist ósköp lítil umræða í gangi um komandi þjóðfund og kosningar. Nú berast líka fréttir af því að þjóðfundur í byrjun nóvember verði fullsetinn og ekkert …

IgNóbelsverðlaunin 2010

Ignóbelsverðlaunin 2010 voru veitt í Harvard síðastliðið fimmtudagskvöld við hátíðlega athöfn (þá tuttugustu fyrstu árlegu, nánar tiltekið). Þar voru verðlaunuð eftirfarandi vísindaleg afrek sem áttu skilið að fá viðurkenningu fyrir að, með orðum verðlaunanefndarinnar, „fá fólk til að hlæja, og svo til að hugsa.“ Verkfræði: Fyrir að þróa aðferð til að safna hor úr blæstri …