Grand Prix der Volksmusik – Úrslit!

Úrslitaþáttur Grand Prix der Volksmusik var haldinn hátíðlegur í Vín síðasta laugardagskvöld. Þar sem þetta var 25. þátturinn frá upphafi var sérstök júbíleúmsdagskrá, mikið um dýrðir og flestallir sótraftar á svið dregnir af lista sigurvegara síðustu 24 ára. Áhugasömum til eflaust óblandinnar ánægju má benda á að þátturinn er aðgengilegur á vef austurríska ríkissjónvarpsins og […]

Grand Prix der Volksmusik 2010: Þýsku lögin

Þau fáheyrðu tíðindi áttu sér stað í vor sem leið að ZDF hætti við að senda út skemmtiþátt úr sjónvarpssal þar sem valin væru fjögur lög til að keppa fyrir hönd Þýskalands á Grand Prix der Volksmusik í Vín á föstudagskvöldið eftir viku. Í staðinn var málið sett í hendur dómnefndar sem heimullega valdi fjóra […]

Grand Prix der Volksmusik 2010: Austurríska forkeppnin

Austurríska forkeppni Grand Prix der Volksmusik fór fram laugardaginn 22. maí síðastliðinn, og skilst mér á öllu að hún hafi þótt fara vel fram. Fimmtán keppendur voru skráðir til leiks, og þarsem einungis fjórir fengu náð til að halda áfram í úrslitin voru býsna margir sem lágu sárir hjá garði í lok kvölds. Ég tiltek […]

Grand Prix der Volksmusik 2010: Suður-týrólska forkeppnin

Svæðissjónvarp RAI í Bozen (Bolzano) hélt úrslitakvöld suður-týrólsku forkeppni Grand Prix der Volksmusik þann 21. maí síðastliðinn í smábænum Algund. Borið saman við svissnesku forkeppnina sem ég sagði frá um daginn var ekki mikið um dýrðir í umbúnaðinum, og ef litið er til fyrri forkeppna RAI í Suður-Týról verður að segjast að nú er Snorrabúð […]

Grand Prix der Volksmusik 2010: Svissneska forkeppnin

Nú þegar Evróvisjónsöngvakeppninni er lokið leggjast allir unnendur vandaðrar dægurtónlistar í kör og vesaldóm þartil undirbúningur kemst á skrið fyrir keppnina að ári. Víðast hvar er ekki farið að huga að slíku fyrr en líða fer að jólum, eða þar uppúr, svo framundan er hálfsárslöng eyðimerkurganga fyrir söngvakeppnisfíkla. Nema maður sé svo heppinn að tilheyra […]

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 11-14 (og kosningauppgjör)

Jæja, þá er þetta bara að verða búið. Báðir dagarnir um helgina voru miklir maraðonsdagar. Á laugardeginum vorum við komin af stað fyrir hádegið. Báðar systurnar höfðu gist hvor hjá sinni vinkonunni um nóttina, og þannig hittist á að þær fóru hvor á sína hverfishátíðina með þeim um morguninn. Svo við hittum þær þar og […]

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 8-9 (og hálfur)

Það er skemmst frá því að miðvikudagur og fimmtudagur fóru í lítið annað en vinnu. Tengdapabbi renndi eftir mér niðrá Sturlugötu síðdegis á miðvikudeginum og leyfði mér að fljóta með uppí Grafarvoginn. Þar voru mæðgurnar að tygja sig í sund með krökkunum og ég skellti mér með þeim. Vinkona þeirrar eldri fékk að fara með […]

Gestgjafinn, Fjóru Stóru, spáin og Lena

Þegar ég hafði bara séð „Alla leið“ klippuna af honum Diðriki norska leist mér ekkert á þetta, óttaleg leiðindi. Þegar maður horfir á allt númerið er það mun skárra, en á tæru að þetta verður rosalega brothætt hjá honum stráknum. Það má ekkert útaf bera og þá verður þetta að einu allsherjar fíaskói. Það er […]