Ji, bara þrjú lög búin og ég alltof seinn inn hérna. Það á sér sínar leiðinlegu skýringar sem má bíða að fara útí. Nú er annað meira mikilvægt. Ég heyrði óminn af litháíska laginu utan af palli. Mér fannst það ekki hljóma neitt alltof spennandi en missti náttúrulega af því hvernig þeir litu út á […]
Author Archives: Hjörvar
Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 6-7 og smá um Evróvisjón
Það eru leiðinlegu dagarnir akkúrat núna, eða þeir eru það a.m.k. fyrir aðra að fylgjast með þeim. Ef einhverjir nördar villast hérna inn er bara best að þeir skrolli strax neðst niður. – – – Það var brjálað maratonnsprógramm á lokadegi Akureyrardvalar – reynt að koma sem mestu í verk sem farist hafði fyrir um […]
Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 3-5
Það gerist einhvern veginn minna þegar frúin er ekki með manni. Svo það voru rólegheit á okkur fram eftir föstudegi. Það er komin þessi skemmtilega skábraut niður þrepin ofaní stofuna og það var hægt að dvelja sér lengi við að keyra bílana upp og niður. Strákurinn var svona mestanpart hressari en hann hafði verið daginn […]
Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 2
Sá skapmikli svaf í ferðabarnarúmi inni hjá okkur hjónum í nótt sem leið. Eða, svo langt sem það náði. Það fóru eitthvað plaga hann í honum eyrun þegar komið var fram yfir miðnættið, svo svefninn var laus hjá okkur öllum þremur það sem eftir lifði. – – – Ég var búinn að gleyma hverafýlulyktinni af […]
Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 1
Það var óvenju lítið að gera í Frankfurtarflughöfn þegar við tékkuðum okkur inn. Ég hef aldrei séð svona lítið að gera þarna. Spurning hvort spili stærri rullu: Rísandi Eyjafjallajökull eða fallandi evra. Eða bara hrein hending. Sáum súluna stíga upp af honum og yfir skýjaþykknið út um kýraugað á stjórnborða þegar flugið var lækkað til […]
Evróvisjónæði! (fyrsti hluti)
Ekki dauður enn, þótt ég hreyfi mig hægt. Ég hef þagnað um lengri og skemmri tíma áður. Haft lítið fram að færa svo mánuðum skiptir. En eitt er á tæru. Öll þau rúmlega sjö ár sem ég hef bablað þetta hefur aldrei orðið messufall í kringum Evróvisjón. Og ég ætla sko ekki að fara að […]
Ánægður með úrslitin
Ég má til með að segja að ég er ánægður með úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær. – – – Fólk hefur verið að deila um það um hvað var verið að kjósa og um hvað var ekki verið að kjósa. Skiljanlega. Þegar ég tjáði mig í upphafi árs um mögulega neitun Ólafs Ragnars lá málið tiltölulega […]
Túlkun kosningaúrslita – ágæt forskrift frá Mogganum
Fólk mun mikið deila um hvernig túlka eigi úrslitin eftir kosningar dagsins. Hvernig á að ráða í úrslit þarsem í raun er einungis einn valkostur í boði? Hvað getur það mögulega sagt okkur? Það er ekki eins og Íslendingar hafi áður gengið til kosninga þarsem í raun var bara einn möguleiki á kjörseðlinum, er það […]
Tvær mögulegar ástæður fyrir að segja „Já“ í kosningunum á laugardaginn kemur
Ég, eins og margir, hef sveiflast pólanna á milli í Icesave málinu síðustu mánuði. Síðast þegar ég tjáði mig (daginn fyrir ekki-undirskriftina hans Ólafs Ragnars) vonaði ég hálfpartinn að forsetinn myndi neita að skrifa undir og samningurinn færi í þjóðaratkvæði. Bara svo hinum almenna kjósanda yrði þröngvað til að taka sína eigin ábyrgð á fíaskóinu. […]
Temavika kórtónlist (þriðji hluti): “Carmina Burana”
Carmina Burana eftir Carl Orff er eiginlega kunnara verk en frá þurfi að segja. Og hálffáránlegt að ég skuli ekki hafa tekið þátt í að syngja það ennþá. – – – Vorið 2001 söng Vox Academica Carmina Burana á tvennum tónleikum í Seltjarnarneskirkju. Ekki í fullri hljómsveitarútsetningu, heldur annarri eftir höfundinn sjálfan fyrir tvo flygla […]