Árið í aldanna skaup

Gleðileg jól og árs og friðar. Þau voru ljúf hjá fjölskyldunni, bæði jólin og áramótin, eins og lesa má hjá frúnni. Þar má meðal annars sjá undirritaðan í Lederhosen og alsælan yfir íslenskri jólabók í hendi. Ég fékk þær þrjár: Svörtuloft eftir Arnald, Harm englanna eftir Jón Kalman og Milli trjánna eftir Gyrði. Ég byrjaði …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 2

Las viðtalið við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Fréttablaði gærdagsins með athygli. Verð að segja að bæði Katrín og Árni Páll hafa komið mér ánægjulega á óvart síðustu daga. Þótt ég sé ekki búinn að útiloka að fartin á greiðslujöfnunarfrumvarpinu hans Árna hafi leitt til þess að þar hafi gleymst inni eitthvað óttalegt klúður sem eigi …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 1

Við lentum í Keflavík á fimmta tímanum í gær. Tengdaforeldrarnir biðu okkar eftir hóflegt stopp í fríhöfninni. Ég skoða orðið auglýsingarnar í flughafnarrampinum af mikilli athygli í hvert skipti sem ég fer þar í gegn. Mest áberandi voru „lífstíls“ auglýsingar frá 66°N og Cintamani. Hvort tveggja herferðir sem mér sýnist hafa skilað sér í vellukkuðu …

Ellefu atriði við hrunið sem ég þoli ekki

Það er víst afmæli í dag. Fyrir mitt leyti hef ég hlakkað meira til annars afmælis sem verður eftir tvo daga. En það breytir því ekki að það er afmæli í dag, hvort sem manni líkar betur eða verr. Af því tilefni vil ég ryðja frá mér nokkrum punktum um ýmislegt sem mér líkar verr …

IgNóbel gærdagsins og leiðin útúr kreppunni

Eitt af fáu sem hefur verið árviss viðburður á þessu bloggi mínu síðan ég byrjaði fyrir meira en sex árum eru IgNóbelsverðlaunin, sem veitt eru árlega til að kallast á við Nóbelsverðlaunin og hampa rannsóknum sem fá okkur til að hlæja, og síðan til að hugsa. Ég sá fyrr í vikunni að Nóbelsverðlaunin eiga í …

Matseld

Rétt í þessu hringdi eggjaklukkan að láta frúna vita að hún mætti taka hitapokana af hellunni. Það er víst öxlin. En það minnir mig á þá skelfingu að ég steingleymdi að geta þess hvað ég fékk í hádegismatinn í gær. Það var jú ástæða þess að ég settist niður við skriftirnar til að byrja með. …

Punktar frá Vestur-Þýskalandi

Merkilegt hvernig lífið gengur einhvernveginn í bylgjum alltafhreint. – – – Ég hef átt yndislegt sumarfrí frá því ég var hérna síðast: Svissnesku Alparnir, ítölsku Dólómítarnir, Suður-Týról, Svartiskógur og Rínardalurinn. Segið svo að maður noti ekki tækifærið til að skoða sig um meðan maður er hérna úti. – – – Það lítur æ meir út …

Kraftakveðskapur (snúið útúr gömlum húsgangi)

Grjóni kúldrast á kvíabekk með krimmum og glæpahundum. Engan skal hann matinn fá fyrr en hann skilar pundum. Og svo skilaði hann pundum. Honum var gefinn grautur í skál og gamalt tyggjó. Grjóni kúldrast á Kvíabryggjó. Bjöggi kúldrast á kvíabekk með krimmum og glæpaherfum. Engan skal hann matinn fá fyrr en hann skilar evrum. Og …

Landráðamaður ráðleggur (1. hluti): Þýskir vængir

Fyrir margt löngu furðaði ég mig á því að ekki væri unnið markvisst í því að halda til haga við hverja sé óhætt að skipta án þess að verið sé um leið að borga undir fólkið sem tók veð í börnunum okkar. Síðan þá hef ég ekki séð mikla burði í þá veruna. Mér var …