Landráð

„Hristu hana aðeins,“ sagði annar pjakkurinn við hinn, þar sem þeir góndu á tvö skriðkvikindi sem þeir höfðu fangað í krukku. „Sjáum hvort þau ráðist ekki hvort á annað.“ Þarf ég að segja meira? Mér finnst að ég ætti ekki að þurfa þess. Leggðu snöggvast á minnið hvernig þú ræður í þetta. Ég kem aftur …

Við munum alltaf eiga okkur París

eða ég, það er að segja. – – – Já og gleðilega þjóðhátíð, áður en ég gleymi því. Ég fór í „Helvítis fokking fokk“ bolinn sem frúin gaf mér í afmælisgjöf í tilefni dagsins. Var í honum fram að kvöldmat, þegar ég sullaði yfir hann heilli dobíu af hollenskri sósu og soði af þýskum aspargusi. …

Nöfn úr fortíðinni

Við frúin ræðum stundum örin á þýsku þjóðarsálinni sem erfitt er að tala um. Við erum í raun ósköp illa að okkur (hún þó heldur skár en ég) og ég hef ekki fyrir mitt litla líf þorað að ræða neitt í námunda við þau mál við samstarfsfólkið. Og mun eflaust aldrei. En mér finnst dálítið …

Svona kaus ég

Einhverntíma í náinni framtíð mun þetta blogg lifna á ný. Og þá líkastil í formi hvunndagslegra frásagna íslensks fjölskylduföður fjarri heimahöfum. Einhverntíma eftir að núgeysandi bloggstormur er genginn yfir og rykið sest aftur. Núna ætla ég bara rétt að reyna að blása upp í vindinn. Af því mér finnst það skipta máli. Ég verð í …

Fótmæli!

Ég vil lýsa yfir ánægju minni með „óeirðirnar“ í gær. Mikið sem mér fannst þær flottar. Það gerist alltof sjaldan hér á landi að mótmæli nái að komast yfir þann þröskuld sundurþykkju og megnrar óánægju að uppúr sjóði eins og gerðist í gær. Það var undantekningin frá þeirri reglu sem íslensk mótmæli fylgja nánast alltaf. …

Ballardískur fílingur

Ég er í alveg rosalega ballardískum fíling þessa dagana. Jákvætt fídbakk milli þess hvernig ég sé hlutina í kringum mig og bókanna sem ég er að lesa. Um daginn var ég í strætó að lesa Crash. Í sætinu fyrir framan mig voru tvær táningsstúlkur að tala um vin sinn sem ku hafa keyrt á vegg …

Kjaftæði, tár og frelsi

Hvað í anskotanum á það eiginlega að fyrirstilla að í hvurt einasta skipti sem hitnar í kolunum í Valhöll, þá koðnar öll vitleysan niður í innantómt mas um það hvur sagði hvað og hvur sá ekki hvaða ómerkilega snýtubréfssnepil á einhverju tveggja eða þriggja manna tali, hvort sem það var í lokuðu vinnuherbergi í Breiðholtinu eða …

Út úr skápnum

Það eru nokkrir punktar sem hafa verið að brjótast í mér um þjóð- og heimsmálin síðustu vikur og mánuði (já, eins og alltaf svo tímanlega í umræðunni…) og sem ég held ég verði bara að játa upp á mig, þótt einhverjir þeirra geti kannski talist þvert á karakter. Ég er ekki frægur talsmaður harðari refsinga. …