Það veit enginn alveg hvað þetta er – en það er kallað SNITZEL

Og mynd af dýrunum að valsa útúr Örkinni hans Nóa. Það eru allir að velta fyrir sér hvað þessi ríkisstjórn á að heita. Snitzel-stjórnin er kannski ekkert verra en hvað annað. Mér sýnist sem síðasta færsla sé sú fyrsta þar sem orðið þjónvarp birtist í rituðu máli. Ég er dálítið rogginn yfir því. Á morgun …

Fiskur í raspi m/kartöflum og lauk

Ojæja. Verst að vera ekki með myndablogg af listaverkinu sem fylgir: allt frá syngjandi sjómanninum sem spilar á gítar svo fiskarnir hoppa af gleði uppá færibandið til rasphúðuðu bitanna sem koma dansandi út um hinn endann. Það má hafa eftir mér að ég sé ekkert ósáttur við þreifingarnar. Það voru fjögur mynstur í stöðunni og …

Eitt ofurlítið kast af smárasótt

Þriðji í páskum: ég er með magapínu. Er ég annars sá eini sem er ekki alfarið afslappaður yfir PepsíMax auglýsingunni? Þessari þar sem menntaskólastrákarnir eru strandaglópar í eyðimörkinni? Og súpersexí skutlan kemur til bjargar eins og í blautum draumi í svefnpoka í Þórsmörk? „Úúúú strákar. Við verðum víst að vera hérna í nótt.“ „Eigum við …

Haldið til poka

Ég er að hlusta á perluna hans Eiríks Fjalars um nútímastúlkuna Nönnu. Fyndnasta sköpunarverk Ladda fyrir utan kannski Grínverjann. Hafði ekki leitt að því hugann svo áratugum skipti þegar ég áttaði mig á því í gærkveldi að ég misskildi alltaf annað erindið hér í denn: Ekki er hún uppfull af hroka. Aldrei hún framar tranar …

Einu sinni var…

Ég átti alltaf eftir að segja frá því að ég fór í leikhús í nóvember síðastliðnum. Og varð djúpt snortinn. Mér liggur við að segja, ég varð fyrir „leiklistarupplifun.“ Varð uppnuminn. Dagskráin sem um ræðir hét „Einu sinni var…“ og var sett upp af leikfélaginu Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún samanstóð af 12 manns sem sátu …

Stella Blómkvist fundin?

Við hjónin lágum uppi í rúmi yfir jólabókunum milli jóla og nýárs. Eða, ég lá með jólabók (Sendiherrann eftir Braga Ólafs, skyldirðu spyrja) og frúin var að ljúka reyfaranum sem koma þurfti frá áður en byrjað var á jólabókaflóðinu: Morðinu í Rockville, eftir (og um) Stellu Blómkvist. Og einhvernveginn svo æxlaðist að við fórum enn …