Á föstudagskvöldið síðasta var mér boðið út að borða – yfirmaðurinn á rannsóknastofunni hélt uppá afmælið með því að bjóða samstarfsfólkinu á Reefs, grillhús með vesturheimskt kóralrifjaþema við hliðina á körfuboltahöllinni. Ég ákvað að láta reyna á hamborgarann. Ég veit ekki hvort frúin hefur nokkru sinni minnst á það hjá sér: Það er nánast ómögulegt …
Category Archives: Almennt
Tepokar í Tübingen (2)
Hvunndagurinn tekur á sig mynd í einverunni. Það kom með mér hingað yfir fullur ruslapoki af fötum sem krakkarnir voru vaxnir uppúr. Á laugardeginum lagði ég uppí góðan göngutúr yfir í Waldhäuser Ost hverfið – hverfi með háreistum blokkum sem rísa yfir Waldhausen-býlið hérna austan við Heuberger-Tor-Weg. Ég vissi að það væri fatagámur þarna einhversstaðar. …
Tepokar í Tübingen
Þá er maður búinn að vera einsetumaður á ellefta dag hérna úti. Frúin var kölluð aftur til að byrja vinnu heima í Reykjavík uppúr áramótum og tók börnin með sér, eins og hún hefur áður lýst. Flugið fyrir þau heim var þann þriðja janúar, en við fórum öll saman með lest daginn áður til Frankfurt …
Grein á Vísi og nokkur svör
Dagurinn í gær var mikill greinabirtingadagur. Sú þriðja birtist á visir.is um hádegisbilið og fór nánar út í efnið sem ég impraði á í hinum tveimur. Um það sem mestu máli skiptir. – – – Síðustu tvær vikur hef ég fengið nokkur bréf frá félagasamtökum og einstaklingum sem hafa viljað forvitnast um afstöðu frambjóðenda til …
Útvarpsviðtal og nauðsyn þess að kjósa
Síðustu vikuna hefur ríkisútvarpið gert stórátak í umfjöllun sinni um stjórnlagaþingið. Það er kominn þessi líka fíni stjórnlagaþingsvefur hjá þeim þar sem meðal annars er hægt að hlusta á viðtöl sem óöfundsverðir starfsmenn RÚV tóku við alla frambjóðendur um liðna helgi. Á sunnudagskvöldið var hringdi Leifur Hauksson í frambjóðanda #3502 og leyfði honum að ausa …
Af tveimur tungum
Til hamingju með dag íslenskrar tungu. – – – Það eru tvær fréttir sem mig langar að staldra við eftir daginn. Þær eru hvor úr sinni áttinni, þótt þær tengist. Sú fyrri er gleðileg (að mestu) og er einmitt í tilefni af deginum. Gísli Einarsson var í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins frá Landnámssetrinu í …
Handhafi Jónasar
En allt frelsi, jafnt þjóða sem einstaklinga, krefst aga. Agi hvers einstaklings, í hugsun og hátterni, getur aldrei leitt til annars en farsældar allrar þjóðarinnar. Við megum aldrei ganga svo lengi á sjóði, hvorki andlega né veraldlega, að ekkert sé lengur eftir til að gefa. Við höfum þegið góðar gjafir frá fyrri kynslóðum og öðrum …
Hvernig er stemmingin?
Ég ligg slappur og sloj uppí rúmi hérna í Svabíu og horfi með öðru auganu á útsendingar að heiman, eftir því sem línan leyfir. Hugsa sitthvað: um íslenska fjölmiðla, stjórnvöld, almúga og alþingi, stjórnarskrána, forsetann og frúna hans. Svo fátt eitt sé nefnt. Það er sitthvað sem þarf bæði að segja og gera sem hvorki …
Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 11-14 (og kosningauppgjör)
Jæja, þá er þetta bara að verða búið. Báðir dagarnir um helgina voru miklir maraðonsdagar. Á laugardeginum vorum við komin af stað fyrir hádegið. Báðar systurnar höfðu gist hvor hjá sinni vinkonunni um nóttina, og þannig hittist á að þær fóru hvor á sína hverfishátíðina með þeim um morguninn. Svo við hittum þær þar og …
Continue reading „Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 11-14 (og kosningauppgjör)“
Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 8-9 (og hálfur)
Það er skemmst frá því að miðvikudagur og fimmtudagur fóru í lítið annað en vinnu. Tengdapabbi renndi eftir mér niðrá Sturlugötu síðdegis á miðvikudeginum og leyfði mér að fljóta með uppí Grafarvoginn. Þar voru mæðgurnar að tygja sig í sund með krökkunum og ég skellti mér með þeim. Vinkona þeirrar eldri fékk að fara með …
Continue reading „Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 8-9 (og hálfur)“