Það er fullt að gerast. Hreinlega allt að verða vitlaust. En ég kýs að segja sem minnst á þessu stigi málsins. Hvet þó fólk til að tékka á ljóði dagsins.

Mig dreymdi um daginn að það væri búið að skipta um nafn á götunni okkar. Vegna allrar stigmatíseringarinnar í kringum umfjallanirnar um „Stóra Breiðavíkurmálið“ hafði einhver silkihúfan komið því í gegn að gatan okkar mátti ekki lengur heita Breiðavík – það gat bara valdið misskilningi. Í staðinn var búið að vinna eitthvað voðalega nútímalegt götuheiti, eitthvað mun asnalegra. …

Einu sinni var…

Ég átti alltaf eftir að segja frá því að ég fór í leikhús í nóvember síðastliðnum. Og varð djúpt snortinn. Mér liggur við að segja, ég varð fyrir „leiklistarupplifun.“ Varð uppnuminn. Dagskráin sem um ræðir hét „Einu sinni var…“ og var sett upp af leikfélaginu Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún samanstóð af 12 manns sem sátu …

Yfirlýsing

Auk þess má taka fram að ég og öll mín fjölskylda stendur einhuga með framlagi Gunna og Heiðu í úrslitum íslenska foratsins fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Afburðabesta lagið í ár.

Samræður um kvikmyndir yfir hádegismatnum á ónefndum alþjóðlegum vinnustað: Frakki: „Yes, the acting is exCELLent… There is this actress, she was in this movie, About a Boy, what is her name…“ Íslendingur: „Toni Collette?“ Frakki: „I don’t know…“ Íslendingur: „Australian actress…“ Frakki: „Yes, exACTly,  she has a funny face…“ (Þögn) Íslendingur: „Well, I thought you …

Litl

Jæja. Ég var að renna augunum yfir blessaðan moggavefinn. Svona eins og maður gerir. Hélt ég hefði  fundið léttvægustu frétt dagsins í þessari hérna (sem annaðhvort Skapti eða Skafti hefði kallað nýja frétt um nýjar fornleifar): Eyrnalokkur finnst eftir að hafa verið týndur í 73  ár! En þurfti ekki að leita nema tveimur fyrirsögnum neðar …