Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 6-7 og smá um Evróvisjón

Það eru leiðinlegu dagarnir akkúrat núna, eða þeir eru það a.m.k. fyrir aðra að fylgjast með þeim. Ef einhverjir nördar villast hérna inn er bara best að þeir skrolli strax neðst niður. – – – Það var brjálað maratonnsprógramm á lokadegi Akureyrardvalar – reynt að koma sem mestu í verk sem farist hafði fyrir um …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 3-5

Það gerist einhvern veginn minna þegar frúin er ekki með manni. Svo það voru rólegheit á okkur fram eftir föstudegi. Það er komin þessi skemmtilega skábraut niður þrepin ofaní stofuna og það var hægt að dvelja sér lengi við að keyra bílana upp og niður. Strákurinn var svona mestanpart hressari en hann hafði verið daginn …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 1

Það var óvenju lítið að gera í Frankfurtarflughöfn þegar við tékkuðum okkur inn. Ég hef aldrei séð svona lítið að gera þarna. Spurning hvort spili stærri rullu: Rísandi Eyjafjallajökull eða fallandi evra. Eða bara hrein hending. Sáum súluna stíga upp af honum og yfir skýjaþykknið út um kýraugað á stjórnborða þegar flugið var lækkað til …

Túlkun kosningaúrslita – ágæt forskrift frá Mogganum

Fólk mun mikið deila um hvernig túlka eigi úrslitin eftir kosningar dagsins. Hvernig á að ráða í úrslit þarsem í raun er einungis einn valkostur í boði? Hvað getur það mögulega sagt okkur? Það er ekki eins og Íslendingar hafi áður gengið til kosninga þarsem í raun var bara einn möguleiki á kjörseðlinum, er það …

Tvær mögulegar ástæður fyrir að segja „Já“ í kosningunum á laugardaginn kemur

Ég, eins og margir, hef sveiflast pólanna á milli í Icesave málinu síðustu mánuði. Síðast þegar ég tjáði mig (daginn fyrir ekki-undirskriftina hans Ólafs Ragnars) vonaði ég hálfpartinn að forsetinn myndi neita að skrifa undir og samningurinn færi í þjóðaratkvæði. Bara svo hinum almenna kjósanda yrði þröngvað til að taka sína eigin ábyrgð á fíaskóinu. …

Ólöglegt verðsamráð

Ég var búinn að finna mér uppáhaldskaffi til hvunndagslegs heimabrúks – Dallmayr Prodomo – einhverntíma á haustdögum. Ætlaði að reyna að halda mig við það sem oftast. Þá birtist rétt fyrir jólin frétt um að dómur hefði fallið í máli sem snerist um ólöglegt verðsamráð kaffirisanna þriggja hér í Þýskalandi: Melitta, Tchibo og Dallmayr. Með …

Þrjú kvöld af sjónvarpi

Ég fór í afmælisferð til Kölnar. (Hún var mjög ánægjuleg, takk fyrir að spyrja – sjá frúna fyrir ferðalýsingu.) Við stoppuðum á leiðinni norðureftir til að fá okkur skyndibita. Í sjoppunni voru seldar DVD-myndir, sem var kjörið, þar sem maður á til að þreytast á þýska döbbinu. Meir um það rétt bráðum. En einnig fyrir …

Árið í aldanna skaup

Gleðileg jól og árs og friðar. Þau voru ljúf hjá fjölskyldunni, bæði jólin og áramótin, eins og lesa má hjá frúnni. Þar má meðal annars sjá undirritaðan í Lederhosen og alsælan yfir íslenskri jólabók í hendi. Ég fékk þær þrjár: Svörtuloft eftir Arnald, Harm englanna eftir Jón Kalman og Milli trjánna eftir Gyrði. Ég byrjaði …