Punktar frá Vestur-Þýskalandi

Merkilegt hvernig lífið gengur einhvernveginn í bylgjum alltafhreint. – – – Ég hef átt yndislegt sumarfrí frá því ég var hérna síðast: Svissnesku Alparnir, ítölsku Dólómítarnir, Suður-Týról, Svartiskógur og Rínardalurinn. Segið svo að maður noti ekki tækifærið til að skoða sig um meðan maður er hérna úti. – – – Það lítur æ meir út …

Una fær svar

Unu hefur borist bréf. Nánar tiltekið í fyrradag. Og eins og ég lofaði birtist það hér: Liebe Una, entschuldige bitte, dass wir so lange gebraucht haben um dir zu antworten. Wir sind nach unserer Hochzeit gleich in Flitterwochen gefahren und haben nun eine Weile gebraucht, alles nachzuholen. Wir freuen uns rießig, dass du unseren Ballon …

Landráðamaður ráðleggur (1. hluti): Þýskir vængir

Fyrir margt löngu furðaði ég mig á því að ekki væri unnið markvisst í því að halda til haga við hverja sé óhætt að skipta án þess að verið sé um leið að borga undir fólkið sem tók veð í börnunum okkar. Síðan þá hef ég ekki séð mikla burði í þá veruna. Mér var …

Þér ég ann

Dálítið merkilegur dagur sem þetta var í dag. Við hjónin áttum tíu ára brúðkaupsafmæli. – – – Við eigum margt saman. Og þrennt það yndislegasta er náttúrulega hjá okkur hérna úti í Tübingen, sofandi inní rúmum þegar þetta er ritað. (Einsog reyndar frúin, ef útí það er farið.) En eitt sem við höfum einhvernveginn aldrei …

Við munum alltaf eiga okkur París

eða ég, það er að segja. – – – Já og gleðilega þjóðhátíð, áður en ég gleymi því. Ég fór í „Helvítis fokking fokk“ bolinn sem frúin gaf mér í afmælisgjöf í tilefni dagsins. Var í honum fram að kvöldmat, þegar ég sullaði yfir hann heilli dobíu af hollenskri sósu og soði af þýskum aspargusi. …

Sirkus

Í dag var farið í sirkus. Börnin skemmtu sér hið besta við að horfa á gúmmístelpuna sem gat troðið sér ofaní ofurlítinn kassa, loftfimleikastúlkuna, konuna sem tamdi tígrisdýrin, hina sem hélt á lofti húlahringjum og, að sjálfsögðu, trúðastelpuna. Það leynir sér ekki af ofantöldu að sirkuslíf í dag telst til láglaunastarfa. Sirkusstjórinn var samt vitaskuld …