Heimsókn á hamfarasvæðin: Eilíf kvöl (dagar 6-7)

Sótti fyrri meinalíffræðitímann af tveimur á miðvikudagsmorgninum – þetta er jú meginástæðan fyrir því að við erum hérna. Fannst ég vera klárasti nemandinn á svæðinu (og kannski var ég það, ég veit það ekki). Þetta gekk allavega ágætlega. Vinnudagurinn þar á eftir fór hinsvegar fyrir lítið, þar sem ég þurfti að vera kominn heim um …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 3-5

Á sunnudeginum fórum við í ánægjulega heimsókn til Magnúsar og fjölskyldu um hádegisbilið. Á leiðinni til baka komum við við uppi í Spöng. Ég var sendur inn í Bónus að kaupa kvartkíló af púðursykri, sex glös af vanilludropum og hjartarsalt. Þar var ánægjulega lítið að gera. Algjör vitleysa að vera með lágvöruverðsverslun opna á sunnudegi. …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 2

Las viðtalið við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Fréttablaði gærdagsins með athygli. Verð að segja að bæði Katrín og Árni Páll hafa komið mér ánægjulega á óvart síðustu daga. Þótt ég sé ekki búinn að útiloka að fartin á greiðslujöfnunarfrumvarpinu hans Árna hafi leitt til þess að þar hafi gleymst inni eitthvað óttalegt klúður sem eigi …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 1

Við lentum í Keflavík á fimmta tímanum í gær. Tengdaforeldrarnir biðu okkar eftir hóflegt stopp í fríhöfninni. Ég skoða orðið auglýsingarnar í flughafnarrampinum af mikilli athygli í hvert skipti sem ég fer þar í gegn. Mest áberandi voru „lífstíls“ auglýsingar frá 66°N og Cintamani. Hvort tveggja herferðir sem mér sýnist hafa skilað sér í vellukkuðu …

Essasú?

Ég ætlaði að skrifa hérna eitthvað óvinsælt frá eigin hjarta um „Essasú“ myndina sem mér skilst að hafi farið ljósum logum um netheima undanfarið. Eitthvað í þá veruna að börnin okkar komi til með að borga fyrir IceSave hvað sem gert verður. Að þeir sem öskri um landráð að þeim sem vilja lágmarka þann skaða …

Þetta er bara spurning um prinsipp

Má til með að geta þess að ég fékk mér hinn erkitýpíska hádegisverð í dag: Schnitzel með Schwäbísku kartöflusalati. Og einhverslags hleypta mjólkurafurð á eftir sem var mjög ljúffeng. Ég mætti seint í kvöldmatinn þar sem ég sat frameftir á fundi. Sá var góður. Sem og kvöldmaturinn: Fiskistautar og soðnar kartöflur hjá frúnni. Við erum …

Matseld

Rétt í þessu hringdi eggjaklukkan að láta frúna vita að hún mætti taka hitapokana af hellunni. Það er víst öxlin. En það minnir mig á þá skelfingu að ég steingleymdi að geta þess hvað ég fékk í hádegismatinn í gær. Það var jú ástæða þess að ég settist niður við skriftirnar til að byrja með. …

Punktar frá Vestur-Þýskalandi

Merkilegt hvernig lífið gengur einhvernveginn í bylgjum alltafhreint. – – – Ég hef átt yndislegt sumarfrí frá því ég var hérna síðast: Svissnesku Alparnir, ítölsku Dólómítarnir, Suður-Týról, Svartiskógur og Rínardalurinn. Segið svo að maður noti ekki tækifærið til að skoða sig um meðan maður er hérna úti. – – – Það lítur æ meir út …

Una fær svar

Unu hefur borist bréf. Nánar tiltekið í fyrradag. Og eins og ég lofaði birtist það hér: Liebe Una, entschuldige bitte, dass wir so lange gebraucht haben um dir zu antworten. Wir sind nach unserer Hochzeit gleich in Flitterwochen gefahren und haben nun eine Weile gebraucht, alles nachzuholen. Wir freuen uns rießig, dass du unseren Ballon …

Landráðamaður ráðleggur (1. hluti): Þýskir vængir

Fyrir margt löngu furðaði ég mig á því að ekki væri unnið markvisst í því að halda til haga við hverja sé óhætt að skipta án þess að verið sé um leið að borga undir fólkið sem tók veð í börnunum okkar. Síðan þá hef ég ekki séð mikla burði í þá veruna. Mér var …