Þér ég ann

Dálítið merkilegur dagur sem þetta var í dag. Við hjónin áttum tíu ára brúðkaupsafmæli. – – – Við eigum margt saman. Og þrennt það yndislegasta er náttúrulega hjá okkur hérna úti í Tübingen, sofandi inní rúmum þegar þetta er ritað. (Einsog reyndar frúin, ef útí það er farið.) En eitt sem við höfum einhvernveginn aldrei …

Við munum alltaf eiga okkur París

eða ég, það er að segja. – – – Já og gleðilega þjóðhátíð, áður en ég gleymi því. Ég fór í „Helvítis fokking fokk“ bolinn sem frúin gaf mér í afmælisgjöf í tilefni dagsins. Var í honum fram að kvöldmat, þegar ég sullaði yfir hann heilli dobíu af hollenskri sósu og soði af þýskum aspargusi. …

Sirkus

Í dag var farið í sirkus. Börnin skemmtu sér hið besta við að horfa á gúmmístelpuna sem gat troðið sér ofaní ofurlítinn kassa, loftfimleikastúlkuna, konuna sem tamdi tígrisdýrin, hina sem hélt á lofti húlahringjum og, að sjálfsögðu, trúðastelpuna. Það leynir sér ekki af ofantöldu að sirkuslíf í dag telst til láglaunastarfa. Sirkusstjórinn var samt vitaskuld …

Kvenmannsverk, Leberkäse og kjúklingur

Einhvern veginn vill verkast þannig að þegar bóndinn sér einn um heimilið líður helmingi lengra á milli alls þess sem þarf að gera en ella. Eða lengra. Frúin hélt uppá skerið á laugardaginn var til að taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð. Í kvöld er hvíld fyrir alla þátttakendur (nema frúna) og svo eru enn þrjú …

Männer Hits

Sit og horfi á Die Ultimative Chart Show enn eina ferðina, í þetta sinn er rennt í gegnum 50 vinsælustu „Männer Hits“ allra tíma (til mótvægis við „Frauen Hits“ í síðustu viku). Það er komið að 17. sæti og það er einhver í sjónvarpssal að syngja eitthvað lag með Springsteen sem ég hef aldrei heyrt …