Dálítið merkilegur dagur sem þetta var í dag. Við hjónin áttum tíu ára brúðkaupsafmæli. – – – Við eigum margt saman. Og þrennt það yndislegasta er náttúrulega hjá okkur hérna úti í Tübingen, sofandi inní rúmum þegar þetta er ritað. (Einsog reyndar frúin, ef útí það er farið.) En eitt sem við höfum einhvernveginn aldrei …
Category Archives: Amstur
Við munum alltaf eiga okkur París
eða ég, það er að segja. – – – Já og gleðilega þjóðhátíð, áður en ég gleymi því. Ég fór í „Helvítis fokking fokk“ bolinn sem frúin gaf mér í afmælisgjöf í tilefni dagsins. Var í honum fram að kvöldmat, þegar ég sullaði yfir hann heilli dobíu af hollenskri sósu og soði af þýskum aspargusi. …
Með fingurinn í rassgatinu
Til að fyrirbyggja misskilning: þetta er ekki blogg um framgang rannsókna á bankahruninu. – – – Allt frá barnæsku hef ég verið dálítið heillaður af risaeðlum. Eru það ekki flestir, að minnsta kosti á sínum yngri árum? Þessar skepnur sem áttu jörðina í næstum 200 milljón ár og hurfu svo, nánast eins og hendi væri …
Um tilgangsleysi allra hluta
Blogg á feisbúkköld: Þegar hugmyndirnar eru orðnar of margar í einu til að nota sem status updates. – – – Ég sá einn vin minn rétt í þessu stinga uppá að kalla það Fasbók. Og þótti ekki algalið. Sjálfur hef ég reyndar lengi verið skotinn í að kalla það Trýnu. – – – En degi …
Bloggið um veginn
Að stjórna bloggi er eins og að sjóða litla fiska. – – – Frúin kom heim á mánudaginn var. Þá var liðin helgi þar sem við feðgin afrekuðum það helst að skreppa í skoðunartúr út til Baggersee, þangað sem við munum ábyggilega fara með sundföt seinna í sumar þegar verður óþægilega heitt í veðri. En …
Sirkus
Í dag var farið í sirkus. Börnin skemmtu sér hið besta við að horfa á gúmmístelpuna sem gat troðið sér ofaní ofurlítinn kassa, loftfimleikastúlkuna, konuna sem tamdi tígrisdýrin, hina sem hélt á lofti húlahringjum og, að sjálfsögðu, trúðastelpuna. Það leynir sér ekki af ofantöldu að sirkuslíf í dag telst til láglaunastarfa. Sirkusstjórinn var samt vitaskuld …
Ein Ballon ist gefundet
Ég hjálpaði þeirri snöggu við að koma skilaboðum áleiðis í dag: Lieber Herr R. und Frau T. Meine herzliche glückwunschen mit ihrer Hochzeit am letzte 23. Mai. Mein Name ist Una, ich bin eine fünfjährige isländische Mädchen und ich habe in Deutschland seit einem Monat gewohnt. Letzte April kam meine Familie – meine Eltern, meine …
Kvenmannsverk, Leberkäse og kjúklingur
Einhvern veginn vill verkast þannig að þegar bóndinn sér einn um heimilið líður helmingi lengra á milli alls þess sem þarf að gera en ella. Eða lengra. Frúin hélt uppá skerið á laugardaginn var til að taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð. Í kvöld er hvíld fyrir alla þátttakendur (nema frúna) og svo eru enn þrjú …
Männer Hits
Sit og horfi á Die Ultimative Chart Show enn eina ferðina, í þetta sinn er rennt í gegnum 50 vinsælustu „Männer Hits“ allra tíma (til mótvægis við „Frauen Hits“ í síðustu viku). Það er komið að 17. sæti og það er einhver í sjónvarpssal að syngja eitthvað lag með Springsteen sem ég hef aldrei heyrt …
Volksmusik og Menschen am Limit
Arrg. Ég var að fatta að við horfðum á vídeó í allt kvöld þegar við hefðum getað verið að horfa á Grand Prix der Volksmusik (Deutscher Vorentscheid 2009) á ZDF. Meðal keppenda voru Isartaler Hexen, Rico Seith og Oswald Sattler und Die Bergkameraden. Ég má til með að deila með ykkur entrönsunum þeirra: Ég sé …