Þriðji í páskum: ég er með magapínu. Er ég annars sá eini sem er ekki alfarið afslappaður yfir PepsíMax auglýsingunni? Þessari þar sem menntaskólastrákarnir eru strandaglópar í eyðimörkinni? Og súpersexí skutlan kemur til bjargar eins og í blautum draumi í svefnpoka í Þórsmörk? „Úúúú strákar. Við verðum víst að vera hérna í nótt.“ „Eigum við …
Category Archives: Amstur
Það er fullt að gerast. Hreinlega allt að verða vitlaust. En ég kýs að segja sem minnst á þessu stigi málsins. Hvet þó fólk til að tékka á ljóði dagsins.
Lag dagsins
Lag dagsins er „Territorial Pissings“ með Nirvana. Og ekki orð um það meir.
Einu sinni var…
Ég átti alltaf eftir að segja frá því að ég fór í leikhús í nóvember síðastliðnum. Og varð djúpt snortinn. Mér liggur við að segja, ég varð fyrir „leiklistarupplifun.“ Varð uppnuminn. Dagskráin sem um ræðir hét „Einu sinni var…“ og var sett upp af leikfélaginu Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún samanstóð af 12 manns sem sátu …
Þorri
Ég fékk mér hafragraut og flís af súrum blóðmör í morgunmat.
Dagur 7
(VARÚÐ: Viðkvæmum lesendum skal bent á að í þessari færslu verður minnst á líkamlegar fúnksjónir.) Við fórum norður um helgina. Það var ævintýraför mikil. Ferðin á föstudeginum tók meira en sjö tíma – við lögðum af stað fyrir klukkan fimm og vorum ekki komin norður fyrr en eftir miðnættið. Vesturlandsvegur var lokaður á tveimur stöðum …
Ammlis
Jæja. Það er bara fjögurra ára bloggafmæli. Ekki geri ég mikið í því. En á morgun er eitt af hinu taginu. Ekki stórt sosum, en þó ekki minna en svo að ég býð nokkrum vinum í hátíðarkvöldverð. Stefnt er á að matseðillinn verði eitthvað í þessa áttina: Forréttur: Grillaðir humarhalar með estragoni, hvítvíni og hvítlaukssmjöri …
Sungið og leikið í Grafarvogskirkju
Endalaus söngur og spilerí í Grafarvogskirkju þessa dagana. Hrefna söng á jólatónleikum með barnakór kirkjunnar á sunnudaginn var og lék á blokkflautu á jólatónleikum tónlistarskólans á mánudeginum. Barnakórinn sló þvílíkt í gegn að hann var fenginn til að syngja í „Ísland í bítið“ í morgun, í beinni úr Grafarvogskirkju. Fjölskyldan rifin á lappir fyrir allar …
Bragðið af jólunum
Sit við tölvuna og hlusta á blessaðan spilastokkinn. Slembileikurinn skellir á mig „What can I give him“ með henni Mahalíu Jackson heillinni og yfir mig steypist bragðið af jólunum: Rjúkandi heitt og ilmandi soðið brauð með rennandi smjöri og spikfeitri hangikjetsflís. Svo strax oní það kemur Föndurstund með Baggalúti. Jólin eru greinilega að koma.