Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 11-14 (og kosningauppgjör)

Jæja, þá er þetta bara að verða búið. Báðir dagarnir um helgina voru miklir maraðonsdagar. Á laugardeginum vorum við komin af stað fyrir hádegið. Báðar systurnar höfðu gist hvor hjá sinni vinkonunni um nóttina, og þannig hittist á að þær fóru hvor á sína hverfishátíðina með þeim um morguninn. Svo við hittum þær þar og …

Gestgjafinn, Fjóru Stóru, spáin og Lena

Þegar ég hafði bara séð „Alla leið“ klippuna af honum Diðriki norska leist mér ekkert á þetta, óttaleg leiðindi. Þegar maður horfir á allt númerið er það mun skárra, en á tæru að þetta verður rosalega brothætt hjá honum stráknum. Það má ekkert útaf bera og þá verður þetta að einu allsherjar fíaskói. Það er …

Bloggað í beinni: Evróvisjón – seinni undankeppni

Ji, bara þrjú lög búin og ég alltof seinn inn hérna. Það á sér sínar leiðinlegu skýringar sem má bíða að fara útí. Nú er annað meira mikilvægt. Ég heyrði óminn af litháíska laginu utan af palli. Mér fannst það ekki hljóma neitt alltof spennandi en missti náttúrulega af því hvernig þeir litu út á …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 6-7 og smá um Evróvisjón

Það eru leiðinlegu dagarnir akkúrat núna, eða þeir eru það a.m.k. fyrir aðra að fylgjast með þeim. Ef einhverjir nördar villast hérna inn er bara best að þeir skrolli strax neðst niður. – – – Það var brjálað maratonnsprógramm á lokadegi Akureyrardvalar – reynt að koma sem mestu í verk sem farist hafði fyrir um …

Temavika lágmenning (seinni hluti): „Leðjan til Lettlaaands!“

Höfum þetta stutt. – – – Ef kosið yrði á morgun eftir eftir því hver hefur sýnt besta og öruggasta flutninginn, þá ætti Íris Hólm að taka þetta. Hún er sá flytjandinn í úrslitunum sem skilaði lýtaminnstri frammistöðu í undanriðlunum: hún bar af  öðrum sem komust áfram (verst að ég er ekki nema rétt svo …

Temavika lágmenning (fyrri hluti): „Unser Star für Oslo“ (ist gefunden)

(VARÚÐ: þessi færsla er um Evróvisjón söngvakeppnina.) – – – Þegar kemur að Evróvisjón söngvakeppninni er Stefan Raab bjargvættur Þjóðverja. Þetta er ekki vongóð draumlýsing, heldur staðreynd. Af síðustu tólf skiptum hefur þeim sex sinnum mistekist að skríða upp fyrir miðju. Af hinum sex skiptunum var Stefan Raab með puttana í þýska laginu í þrjú …

Þrjú kvöld af sjónvarpi

Ég fór í afmælisferð til Kölnar. (Hún var mjög ánægjuleg, takk fyrir að spyrja – sjá frúna fyrir ferðalýsingu.) Við stoppuðum á leiðinni norðureftir til að fá okkur skyndibita. Í sjoppunni voru seldar DVD-myndir, sem var kjörið, þar sem maður á til að þreytast á þýska döbbinu. Meir um það rétt bráðum. En einnig fyrir …

Evróvisjón – blogg í rauntíma (seinni hluti)

Jæja, það rétt slapp. Á síðustu stundu duttum við inná hollenska stöð sem sýnir seinna kvöldið. Ég var farinn að halda að við fyndum þetta ekki. En það slapp, ég er kominn með Rothausinn í aðra hendina og allt orðið sirkabát einsog á að vera. Fyrir utan að heyra ekki í honum Sigmari blessuðum, heldur …

Evróvisjón – blogg í rauntíma

Jæja, ekkert búinn að tjá mig af þeirri einföldu ástæðu að ég hef hvorki heyrt né séð haus né sporð á neinnar þjóðar kvikindum. Nema þá kvikindinu henni Jóhönnu. Svo hví þá ekki að blogga bara sín fyrstu hughrif í beinni meðan við horfum á keppnina í portúgalska ríkissjónvarpinu: Ég, frúin og tengdamamma. Svartfjallaland: Fyrsta …