Ég var búinn að finna mér uppáhaldskaffi til hvunndagslegs heimabrúks – Dallmayr Prodomo – einhverntíma á haustdögum. Ætlaði að reyna að halda mig við það sem oftast. Þá birtist rétt fyrir jólin frétt um að dómur hefði fallið í máli sem snerist um ólöglegt verðsamráð kaffirisanna þriggja hér í Þýskalandi: Melitta, Tchibo og Dallmayr. Með …
Category Archives: Heimsmálin
Landráð
„Hristu hana aðeins,“ sagði annar pjakkurinn við hinn, þar sem þeir góndu á tvö skriðkvikindi sem þeir höfðu fangað í krukku. „Sjáum hvort þau ráðist ekki hvort á annað.“ Þarf ég að segja meira? Mér finnst að ég ætti ekki að þurfa þess. Leggðu snöggvast á minnið hvernig þú ræður í þetta. Ég kem aftur …
Nöfn úr fortíðinni
Við frúin ræðum stundum örin á þýsku þjóðarsálinni sem erfitt er að tala um. Við erum í raun ósköp illa að okkur (hún þó heldur skár en ég) og ég hef ekki fyrir mitt litla líf þorað að ræða neitt í námunda við þau mál við samstarfsfólkið. Og mun eflaust aldrei. En mér finnst dálítið …
Maríuraunir og tolla-
Voðalegur pestarsegull er þetta að heita María. Eitt sinn var það taugaveiki. Nú svínaflensa. (Djók um 2000 ára gamla sýki vinsamlegast afþökkuð.) Annars vaki ég og bíð eftir að frúin komi á bílnum sem hún leysti úr tolli fyrr í dag upp við Norðursjó. Ég fylgdi henni á flugvallarrútuna til Stuttgart árla morguns, svo flaug …
Ballardískur fílingur
Ég er í alveg rosalega ballardískum fíling þessa dagana. Jákvætt fídbakk milli þess hvernig ég sé hlutina í kringum mig og bókanna sem ég er að lesa. Um daginn var ég í strætó að lesa Crash. Í sætinu fyrir framan mig voru tvær táningsstúlkur að tala um vin sinn sem ku hafa keyrt á vegg …
Út úr skápnum
Það eru nokkrir punktar sem hafa verið að brjótast í mér um þjóð- og heimsmálin síðustu vikur og mánuði (já, eins og alltaf svo tímanlega í umræðunni…) og sem ég held ég verði bara að játa upp á mig, þótt einhverjir þeirra geti kannski talist þvert á karakter. Ég er ekki frægur talsmaður harðari refsinga. …
Eitt ofurlítið kast af smárasótt
Þriðji í páskum: ég er með magapínu. Er ég annars sá eini sem er ekki alfarið afslappaður yfir PepsíMax auglýsingunni? Þessari þar sem menntaskólastrákarnir eru strandaglópar í eyðimörkinni? Og súpersexí skutlan kemur til bjargar eins og í blautum draumi í svefnpoka í Þórsmörk? „Úúúú strákar. Við verðum víst að vera hérna í nótt.“ „Eigum við …
Trunt trunt
Bloggari dauðans liggur máske í vetrarmóki. Eins og sumir aðrir (og nefnum engin nöfn hér takk fyrir). En hann er greinilega ekki dauður úr öllum æðum og á hreint ansi magnaða fréttaúttekt á Kistunni sem orðin er nokkurra daga gömul en sem ég rambaði ekki á fyrr en núna rétt í þessu. Við lesturinn varð …