Ort á leið heim úr vinnu

Fuglar syngja, krybbur kyrja, kátur heim ég greikka sporið. Á Íslandi fer brátt að byrja blessað seinniskipavorið. Á mig fellur sumarsnjór, sætlega ilmar gróandinn. Kannski ég fái mér kaldan bjór er kem ég heim, og glóaldin.