Góðan og gleðilegan kosningadag. Vonandi hafa allir gert upp hug sinn. Í síðasta sinn: Það skiptir svo miklu máli að nýta rétt sinn til að kjósa. Sérstaklega í þessum kosningum. Það eina sem er mögulega síðra en að kjósa ekki er að kjósa einhvern hugsunarlaust bara af því að einhver sagði manni að gera það. …
Category Archives: Kveðskapur
Það er létt að kjósa (kveðskapur)
Að kjósa til stjórnlagaþings er þónokkuð létt. Þú þarft bara lista af snillingum, boltum og vinum. Og síðan er bara að sjá til að þetta sé rétt: Þú setur þann besta efst, og raðar svo hinum. (Ég tala af reynslu, þar sem ég kaus einmitt utan kjörstaðar í dag.)
Ort á leið heim úr vinnu
Fuglar syngja, krybbur kyrja, kátur heim ég greikka sporið. Á Íslandi fer brátt að byrja blessað seinniskipavorið. Á mig fellur sumarsnjór, sætlega ilmar gróandinn. Kannski ég fái mér kaldan bjór er kem ég heim, og glóaldin.