Temavika kórtónlist (þriðji hluti): “Carmina Burana”

Carmina Burana eftir Carl Orff er eiginlega kunnara verk en frá þurfi að segja. Og hálffáránlegt að ég skuli ekki hafa tekið þátt í að syngja það ennþá. – – – Vorið 2001 söng Vox Academica Carmina Burana á tvennum tónleikum í Seltjarnarneskirkju. Ekki í fullri hljómsveitarútsetningu, heldur annarri eftir höfundinn sjálfan fyrir tvo flygla …

Temavika kórtónlist (annar hluti): „Lux Aeterna“

Mig minnir að það hafi verið í desember 2001 sem Vox Academica hélt mjög minnisstæða aðventutónleika í Landakotskirkju. Frá upphafi hafði kórinn haldið litla aðventutónleika á hverju ári í kapellu Háskóla Íslands fyrir vini og vandamenn. Ekkert auglýst né rukkað inn, bara látið berast. En þegar þarna var komið sögu höfðu tónleikarnir sprengt utanaf sér …

Temavika kórtónlist (fyrsti hluti): “Dona Nobis Pacem“

Kórtónlist bjargaði lífi mínu. Eða átti allavega góðan part í því. Ekki endilega í skilningnum að halda því í mér, en að minnsta kosti þannig að hún átti þátt í að beina því inná brautir sem það fylgir enn í dag: Í upphafi árs 1994 fór ég á mína fyrstu æfingu með Háskólakórnum og uppgötvaði …

Skriftir (inniheldur mylsnu)

Voðalega datt botninn úr þessu þarna í restina. – – – Það sem eftir var dvalar var ágætt, svo ég komi því frá. Dálítið litlausara samt eftir að kona og börn fóru aftur heim á sunnudagsmorgni. En pródúktíft. Sem var tilgangur ferðarinnar til að byrja með. – – – Á þriðjudagskvöldinu eftir að þau fóru …

Sungið og leikið í Grafarvogskirkju

Endalaus söngur og spilerí í Grafarvogskirkju þessa dagana. Hrefna söng á jólatónleikum með barnakór kirkjunnar á sunnudaginn var og lék á blokkflautu á jólatónleikum tónlistarskólans á mánudeginum. Barnakórinn sló þvílíkt í gegn að hann var fenginn til að syngja í „Ísland í bítið“ í morgun, í beinni úr Grafarvogskirkju. Fjölskyldan rifin á lappir fyrir allar …