Væmna þakkarræðan

Já, þannig fór það. Fyrir mitt leyti komu úrslitin mér ekki á óvart. Ef ég á að segja alveg eins og er, þá var ég fyrst ekkert svo viss um að ég ætti eftir að fá mikið fleiri en svona tuttugu manns inn á hugmyndina. Og reisti mér engar skýjaborgir um útkomuna eftir að fjöldi […]

Kosningadagur

Góðan og gleðilegan kosningadag. Vonandi hafa allir gert upp hug sinn. Í síðasta sinn: Það skiptir svo miklu máli að nýta rétt sinn til að kjósa. Sérstaklega í þessum kosningum. Það eina sem er mögulega síðra en að kjósa ekki er að kjósa einhvern hugsunarlaust bara af því að einhver sagði manni að gera það. […]

Um bankastarfsemi í útlöndum og kosningapartý

„Þú færð allan minn stuðning Hjörvar,“ sagði einn kunningi minn við mig, „ef þú stendur fyrir því að binda í stjórnarskrá ákvæði um að íslenskir ríkisborgarar megi hvorki eiga né reka viðskiptabanka í útlöndum.“ Þetta var fyrir um það bil tveimur mánuðum, þegar ég var enn að leita hófanna með það hvort ég ætti að […]

Það sem mestu máli skiptir

Það er rétt að ég hnykki á því sem mér finnst skipta allramestu máli við þetta stjórnlagaþing, númer eitt, tvö og þrjú. Farðu og kjóstu á laugardaginn. Hverja þá sem þér líst best á. Það er mikilvægast af öllu. Stjórnlagaþing mun þurfa sterkt umboð frá þjóðinni. Það verður að draga eitthvað af tönnum úr framkvæmdavaldinu. […]

Útvarpsviðtal og nauðsyn þess að kjósa

Síðustu vikuna hefur ríkisútvarpið gert stórátak í umfjöllun sinni um stjórnlagaþingið. Það er kominn þessi líka fíni stjórnlagaþingsvefur hjá þeim þar sem meðal annars er hægt að hlusta á viðtöl sem óöfundsverðir starfsmenn RÚV tóku við alla frambjóðendur um liðna helgi. Á sunnudagskvöldið var hringdi Leifur Hauksson í frambjóðanda #3502 og leyfði honum að ausa […]

Af tveimur tungum

Til hamingju með dag íslenskrar tungu. – – – Það eru tvær fréttir sem mig langar að staldra við eftir daginn. Þær eru hvor úr sinni áttinni, þótt þær tengist. Sú fyrri er gleðileg (að mestu) og er einmitt í tilefni af deginum. Gísli Einarsson var í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins frá Landnámssetrinu í […]

Handhafi Jónasar

En allt frelsi, jafnt þjóða sem einstaklinga, krefst aga. Agi hvers einstaklings, í hugsun og hátterni, getur aldrei leitt til annars en farsældar allrar þjóðarinnar. Við megum aldrei ganga svo lengi á sjóði, hvorki andlega né veraldlega, að ekkert sé lengur eftir til að gefa. Við höfum þegið góðar gjafir frá fyrri kynslóðum og öðrum […]

Lítil þúfa…

Síðasta laugardag varð saklaus póstur velmeinandi stúlku til allra frambjóðenda (með hlekk á stjórnarskrá Bútan) lítil þúfa sem velti stóru hlassi. Fyrst komu einn eða tveir póstar þar sem henni var þakkaður áhuginn, svo annar hlekkur til baka, þá var allt í einu eins og frambjóðendur áttuðu sig á því að þeir væru allir komnir […]

Opið bréf til Biskupsstofu og Aðskilnaðar ríkis og kirkju

Ágætu viðtakendur. Nú fyrr í dag bárust mér tvö bréf með stuttu millibili, eitt frá Biskupsstofu og annað gegnum síðu og póstlista sem ég er „lækari” og áskrifandi að á Fasbók, um Aðgerðir til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Í bréfinu frá Biskupsstofu sagði eftirfarandi: „Kæri frambjóðandi til stjórnlagaþings, Biskupsstofa vill stuðla að upplýstri umræðu um […]