Grand Prix der Volksmusik – Úrslit!

Úrslitaþáttur Grand Prix der Volksmusik var haldinn hátíðlegur í Vín síðasta laugardagskvöld. Þar sem þetta var 25. þátturinn frá upphafi var sérstök júbíleúmsdagskrá, mikið um dýrðir og flestallir sótraftar á svið dregnir af lista sigurvegara síðustu 24 ára. Áhugasömum til eflaust óblandinnar ánægju má benda á að þátturinn er aðgengilegur á vef austurríska ríkissjónvarpsins og …

Grand Prix der Volksmusik 2010: Þýsku lögin

Þau fáheyrðu tíðindi áttu sér stað í vor sem leið að ZDF hætti við að senda út skemmtiþátt úr sjónvarpssal þar sem valin væru fjögur lög til að keppa fyrir hönd Þýskalands á Grand Prix der Volksmusik í Vín á föstudagskvöldið eftir viku. Í staðinn var málið sett í hendur dómnefndar sem heimullega valdi fjóra …

Grand Prix der Volksmusik 2010: Austurríska forkeppnin

Austurríska forkeppni Grand Prix der Volksmusik fór fram laugardaginn 22. maí síðastliðinn, og skilst mér á öllu að hún hafi þótt fara vel fram. Fimmtán keppendur voru skráðir til leiks, og þarsem einungis fjórir fengu náð til að halda áfram í úrslitin voru býsna margir sem lágu sárir hjá garði í lok kvölds. Ég tiltek …

Grand Prix der Volksmusik 2010: Suður-týrólska forkeppnin

Svæðissjónvarp RAI í Bozen (Bolzano) hélt úrslitakvöld suður-týrólsku forkeppni Grand Prix der Volksmusik þann 21. maí síðastliðinn í smábænum Algund. Borið saman við svissnesku forkeppnina sem ég sagði frá um daginn var ekki mikið um dýrðir í umbúnaðinum, og ef litið er til fyrri forkeppna RAI í Suður-Týról verður að segjast að nú er Snorrabúð …

Grand Prix der Volksmusik 2010: Svissneska forkeppnin

Nú þegar Evróvisjónsöngvakeppninni er lokið leggjast allir unnendur vandaðrar dægurtónlistar í kör og vesaldóm þartil undirbúningur kemst á skrið fyrir keppnina að ári. Víðast hvar er ekki farið að huga að slíku fyrr en líða fer að jólum, eða þar uppúr, svo framundan er hálfsárslöng eyðimerkurganga fyrir söngvakeppnisfíkla. Nema maður sé svo heppinn að tilheyra …

Temavika lágmenning (seinni hluti): „Leðjan til Lettlaaands!“

Höfum þetta stutt. – – – Ef kosið yrði á morgun eftir eftir því hver hefur sýnt besta og öruggasta flutninginn, þá ætti Íris Hólm að taka þetta. Hún er sá flytjandinn í úrslitunum sem skilaði lýtaminnstri frammistöðu í undanriðlunum: hún bar af  öðrum sem komust áfram (verst að ég er ekki nema rétt svo …

Punktar frá Vestur-Þýskalandi

Merkilegt hvernig lífið gengur einhvernveginn í bylgjum alltafhreint. – – – Ég hef átt yndislegt sumarfrí frá því ég var hérna síðast: Svissnesku Alparnir, ítölsku Dólómítarnir, Suður-Týról, Svartiskógur og Rínardalurinn. Segið svo að maður noti ekki tækifærið til að skoða sig um meðan maður er hérna úti. – – – Það lítur æ meir út …