Grand Prix der Volksmusik 2009: Svissneska forkeppnin

Næsta úrslitakeppni Grand Prix der Volksmusik fer fram að kveldi laugardagsins 29. ágúst í München. Þar munu keppa 16 lög, fjögur frá hverju þátttökulandanna. Nákvæmlega hvernig sigurvegarinn verður valinn veit ég ekki enn en geri ráð fyrir að símaatkvæðagreiðslur komi við sögu að einhverju leyti. Sent verður út beint og keppendur munu mæma af sannri …

Grand Prix der Volksmusik: Suður-Týról og Oswald Sattler

Árið 2000 voru ákveðin tímamót í Grand Prix der Volksmusik: Suður-Týrólar bættust í hóp Þjóðverja, Austurríkismanna og Svisslendinga og urðu fjórða þjóðin í keppninni. Þeir komu inn með miklu trukki og unnu strax í fyrstu atrennu; reyndar ekkert skrýtið, enda tefldu þeir fram ómótstæðilegri formúlu: Dúett Volksmusik-goðsagnarinnar Oswald Sattler og óþolandi krakkakrúttsins og appelsínuhöfuðsins Jantje …

Grand Prix der Volksmusik – kynning (fyrri hluti)

Sama ár og Ísland tók í fyrsta skipti þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tóku þrjár sjónvarpsstöðvar í hinum þýskumælandi hluta heimsins sig saman um að halda sína eigin söngvakeppni til eflingar þjóðlegrar tónlistar og annarra fagurra gilda. Hin þýska Zweites Deutsches Fernsehen (ZDF), Svissneska ríkissjónvarpið (Schweizer Fernsehen) og Österreichischer Rundfunk (ORF) slógu saman í keppni …

Volksmusik og Menschen am Limit

Arrg. Ég var að fatta að við horfðum á vídeó í allt kvöld þegar við hefðum getað verið að horfa á Grand Prix der Volksmusik (Deutscher Vorentscheid 2009) á ZDF. Meðal keppenda voru Isartaler Hexen, Rico Seith og Oswald Sattler und Die Bergkameraden. Ég má til með að deila með ykkur entrönsunum þeirra: Ég sé …