Halló allir mí­nir vinir.

Takk fyrir að kí­kja ennþá á þetta blogg, jafnvel þótt ekkert hafi verið ritað hér svo mánuðum skiptir.

Ég ætla að gera smá annál eftir minni. Vona að ég gleymi sem minnstu.

• Kristján fæddist 01.jan og varð fyrsta barn ársins. Ég varð þá afasystir í­ annað sinn.
• í mars lenti ég í­ bí­lslysi og bí­llinn skemmdist nokkuð, ég var nokkra daga að jafna mig en hef ekkert fundið fyrir neinum verkjum. (óhapp 1)
• 25. mars var Sigrún Elfa systurdóttir mí­n fermd og var mikil veisla haldin því­ til heiðurs.
• í maí­ fluttum við úr Fí­fuselinu í­ Bjarnarstí­g og bjuggum þar í­ pí­nulí­tilli í­búð og tókum ekkert upp úr kössum.
• í maí­ keyrði Hrafnkell á annan bí­l (óhapp 2)
• 4. júní­ varð ég 25 ára, engin afmælisveisla var haldin vegna húsnæðisvandræða okkar. (aldrei að vita nema maður haldi bara 26 ára afmæli).
• 10. júní­ var ég gæsuð af saumaklúbbnum mí­num. Brjálað stuð og alveg frábær dagur:)
• 16. júní­ útskrifaðist Hrafnkell úr Háskólanum. Hrafnkell fékk heldur enga veislu. Hann hélt upp á þennan atburð á Akureyri þar sem hann hélt einnig upp á 5 ára stúdentafmæli frá MA.
• 18. júní­ byrjaði Hrafnkell að vinna á Skriðuklaustri.
• 22. júní­ fékk ég sumarfrí­ í­ fyrsta sinn á ævinni:)
• 22.-30. júní­ vorum við í­ sumarbústað á Eiðum. Ferðuðumst um austurlandið og höfðum það gott.
• í júní­ fór steinn í­ framrúðuna á bí­lnum okkar og sprunga myndaðist. (óhapp 3)
• 6-8. júlí­ var ég á ættarmóti á Hellu þar sem systkini pabba og þeirra afkomendur hittust.
• 14. júlí­ var svo stóri dagurinn okkar:) Æðislegur dagur í­ alla staði og veðrið svo gott.
• Hveitibrauðsdögunum var eytt fyrir austan þar sem Hrafnkell var fastur í­ vinnu.
• 24. júlí­ varð ég sí­ðan að mæta aftur í­ vinnu þar sem sumarfrí­ið mitt var búið.
• 2. ágúst varð Hrafnkell 26 ára.
• 3-6. ágúst kom Hrafnkell heim í­ kassana til mí­n.
• 8. ágúst fór ég keyrandi norður með Ingunni minni.
• 9. ágúst fæddist Dagbjört Marí­a og eru systkinabörn mí­n því­ orðin 14.
• 11. ágúst var Fiskidagurinn mikli á Dalví­k og það var auðvitað jafn mikið stuð og alltaf:)
• 12. ágúst keyrði ég aftur suður og beint heim til Sillu systir að sjá litla kraftarverkið. Hún var og er alveg jafn fullkomin og bræður hennar tveir:)
• 17. ágúst kom svo Hrafnkell heim og það var svo gott að fá hann loksins heim. Jafnvel þótt heim væri einn stór pappakassi.
• í haust drukknaði írni yfirmaður Hrafnkels í­ Kjósinni. Margt breyttist í­ vinnunni hjá honum við þennan sorglega atburð og fékk okkur til að hugsa mikið um hversu óviðráðanlegt lí­fið getur verið. Jarðarförin var mjög falleg og greinilegt að hann átti mikið af vinum.
• 13-14. október fór ég í­ sumarbústað með saumaklúbbnum mí­num. Það var rosa gaman.
• 14. október skiluðum við lyklunum af Bjarnarstí­g og yfirgáfum Reykjaví­k. Leið okkar lá í­ næsta sveitarfélag eða Kópavog. Búslóðin fór í­ gám og við fluttum inn í­ herbergið hans Hauks bróðursonar mí­ns.

• í nóvember fluttum við svo inn í­ nýja herbergið okkar í­ nýju í­búðinni okkar, þótt ekkert annað væri tilbúið í­ í­búðinni.
• Eldhúsið varð svo til og smátt og smátt myndaðist í­búð í­ bí­lskúrnum.
• í desember var mikið rok og í­ einu rokinu fauk spí­ta í­ bí­linn okkar. Við þetta óhapp kom stór dæld í­ bí­linn og hliðarspegillinn vinstra megin brotnaði af. (óhapp 4).
• Jólunum eyddum við á Akureyri hjá tengdó og áttum við góðar stundir þar. Við vorum svo heppin að eiga bæði viku jólafrí­.
• íramótunum eyddum við svo hjá Sillu systir og fjölskyldu og áttum góðar stundir þar. Pabbi, Höskuldur, ísta, Eirí­kur og Kristján komu lí­ka þangað.

Núna í­ janúar er í­búðin okkar loksins að mestu tilbúin og allt er að komast í­ fastar skorður. Fyrir þá sem ekki vita þá leigjum við í­búð sem áður var bí­lskúr hjá Kristni bróðir í­ Kórahverfinu. Við erum nýkomin með sturtu og þvottavélin er orðin tengd og búið er að taka upp úr kössum sem hafa verið lokaðir sí­ðan við fluttum úr Fí­fuselinu í­ maí­. Allir eru velkomnir að kí­kja í­ heimsókn til okkar:)

Það er hellingur á döfinni hjá okkur og við búumst við að þetta verði frábært ár. Við erum t.d búin að panta okkur brúðkaupsferð til Flórí­da í­ tvær vikur í­ maí­:)Foreldrar Hrafnkels og bræður koma með okkur og verðum við því­ alveg 7 saman.
Fullt af brúðkaupum sem við hlökkum mikið til að fara í­, enda fátt skemmtilegra;) og auðvitað margt fleira á döfinni sem við upplýsum sí­ðar.