Ég var að tala við konu á fimmtugsaldri um daginn. Hún tjáði mér það að hún hefði aðeins einu sinni komið til Akureyrar og það væru liðin 12-13 ár síðan. Hún hafði ekkert farið vestur á land né austur. Aftur á móti hafði hún mikið ferðast erlendis og fer jafnan oft á ári. Ég veit […]
Author Archives: Iris
X factor
Jæja ég hef nú lítið fylgst með þessum þáttum en þó séð aðeins. ístæðan fyrir því að ég blogga um þetta er að undanfarið hef ég lesið MÖRG blogg og lent í miðjum samræðum um þessa þætti. Alltaf er það sama spurningin sem kemur upp: Hvað er Ellý eiginlega að gera þarna? Ég sé eitt […]
Hjónaband eða sambúð?
Ég heyri svo oft að það sé bara rugl að gifta sig því sömu reglur gildi um sambúðarfólk og hjón. Þá sé erfiðara að svíkja undan skatti, þykjast vera einstæður og bara einfladlega svíkja kerfið. Ég verð bara að viðurkenna að mér þykir þetta vera svo mikil þvæla og rugl að það hálfa væri nóg. […]
Súrir hrútspungar vs humarsúpa
Síðustu helgi fór ég á tvö þorrablót. Á föstudagskvöldinu var þorrablót hjá Þjóðbrók og við Hrafnkell ákváðum að láta sjá okkur þar. Hrafnkell spilaði undir fjöldasöng og við skemmtum okkur mjög vel. Vorum meira að segja með þeim síðustu til að yfirgefa staðin og það gerist nú ekki oft. (kannski verð ég að taka til […]
Á föstudaginn…
… var ég að passa Helga Fannar systurson minn sem varð þriggja ára núna í janúar. ítti við hann skemmtilegt samtal sem ég ætla að deila með ykkur. Við vorum að horfa á teiknimyndir og ég ligg í sófanum Þá segir HFF: Ég ætla í fjallgöngu. Frænkan: HA? fjallgöngu? (krakkinn þekkir enga sem fer í […]
Halló skralló
Jæja þá er minnsti frændi kominn með nafn. Hann fékk nafnið Kristján. Ég fékk að mæta aðeins seinna í vinnuna til að vera viðstödd skírnina. Erum annars búin að vera í vinnunni alla helgina og því fátt að frétta af okkur.
Jólin eru búin…
… og hverdagsleikinn hefur tekið yfir. Reyndar eru orðnar nokkuð margir dagar síðan en samt sem áður þykir mér þetta jafn leiðinlegt. Þessi óumflýjanlega athöfn að taka niður jólaskrautið er alltaf janf þunglyndisleg. Reyndar verri í ár en mörg önnur ár þar sem við fluttum rétt fyrir jól og tókum jólaskrautið upp á sama tíma […]
Gleðilegt ár
Við höfðum það voða gott í gærkveldi, borðuðum hjá Sillu og Filla. Pabbi kom líka. Maturinn var góður og kvöldið gott. Um 8 leytið kom Guðni með Eirík Boga til okkar því hann og ísta voru á leið upp á sjúkrahús. Svo það var nóg að gera að elta þrjá gríslinga sem allir vildu athygli;) […]
Gleðileg jól
Ég vona að allir hafi haft það gott þessa jóladaga sem liðnir eru. Við erum allavegana búin að hafa það alveg rosalega gott. Fórum norður síðasta föstudag í blíðskaparveðri og náðum að vera á undan vindinum:) Keyrðum aftur suður á jóladag þar sem ég þurfti að mæta í vinnu annan í jólum. Þrátt fyrir stutt […]
Loksins
Jæja langt um liðið. Við erum flutt í Seljahverfið og líkar okkur það vel. Við erum loksins búin að skrá okkur í sambúð Netið bara var að koma í lag og getum við núna verið á netinu í báðum tölvunum í einu;) Erum komin með nýtt heimasímanúmer. Þeir sem vilja vita verða að hafa samband við […]