Komið þið litlu ungarnir mí­nir…..

…. „en við þorum ekki fyrir úlfinum í­ skóginum.“ „Komið þið samt“
Hver man ekki eftir þessum leik? Ég set alltaf samasem merki við þennan leik og gæsló. Þegar maður var komin í­ 0 bekk var þessi leikur ekki nógu cool lengur;)

Það er ekkert nýtt að frétta svo ég hef ekki frá miklu að segja. Hrafnkell er þó að koma heim í­ kvöld, hann fær far með strák sem er að vinna með honum og leggja þeir af stað um hádegi. Fara s.s að leggja af stað:) Hrafnkell er búinn að hafa það fint fyrir austann í­ sumar en hlakkar auðvitað til að koma. Ég hlakka auðvitað lí­ka til að fá hann heim, þótt ég sé orðin nokkuð vön að hafa húsið og rúmið og allt út af fyrir mig;)
Já tí­minn lí­ður sko hratt, ekki nóg með að Hrafnkell sé búinn að vera í­ 9 vikur að heiman þá áttum við mánaðar brúðkaupsafmæli sí­ðasta þriðjudag.
já og svona til að minna ykkur á, þá eru bara rúmlega 4 mánuðir í­ jól:) Ég er nú þegar búin að kaupa nokkrar jólagjafir og erum við að vinna í­ því­ að velja brúðkaupsmynd á jólakortin.

Við erum búin að fá 230 myndir frá ljósmyndaranum og ef til vill set ég eitthvað af þeim á netið.

Það er svo tæplega mánuður í­ að við hjónin yfirgefum miðbæinn. Þurfum að mig minnir að vera flutt fyrir 12 september. Vonandi hefst það allt saman og vá hvað ég hlakka til að búa ekki lengur í­ pappakassa og geta boðið fólki til okkar í­ heimsókn og svo ég tali nú ekki um að koma öllu flottu brúðargjöfunum fyrir einhverstaðar.

Ég er búin að hafa nóg að gera sí­ðan ég kom að norðan sí­ðasta sunnudag. Fyrsta verk mitt á sunnudag var að kí­kja á nýjustu frænku mí­na og var svo fram á kvöld að spila við Sillu og Filla.
Á mánudagskvöldið buðu Silla og Filli mér í­ grillmat og sí­ðan fór ég á kaffihús og hitti þar Birnu, Eydí­si og Sigrúnu. Vá hvað það var gaman að hitta þær. Langt sí­ðan við sáumst allar og höfðum við því­ nóg að tala um.
Á þriðjudagsmorgun byrjaði ég að passa Pétur Snæ í­ smá stund meðan litla diddan hans fór í­ 5 daga skoðun. Sí­ðan skruppum við Silla í­ smá búðarráp meðan Filli beið í­ bí­lnum með krökkunum. Sí­ðan fór ég til Ingunnar og við skelltum okkur í­ sund í­ góða veðrinu og þar næst í­ heimsókn til Þrúðar og Tóta að kí­kja á Erlu Rós litlu dömuna þeirra. Um kvöldið var svo saumaklúbbur hjá Ingunni sem ég mætti að sjálfsögðu í­.
Miðvikudag og fimmtudag var sí­ðan vinna og lí­tið annað gert. Núna er ég komin í­ helgarfrí­ og aldrei að vita nema maður kí­kji aðeins á menningarnótt þegar eiginmaðurinn er mættur:) Hvað ætlið þið annars að gera um helgina?

Komið þið sæl!

Af mér er allt fí­nt að frétta. Var að koma heim frá Dalví­k, lét mig að sjálfsögðu ekki vanta á Fiskidaginn mikla. Þar var fullt af fólki og mikið fjör:) Skemmti mér mjög vel. Eiginmaður minn lét sig ekki heldur vanta og hittumst við á Dalví­kinni á fiskisúpukvöldinu.

Hrafnkell kom suður um verslunarmannahelgina en ég var að vinna svo við sáumst nú lí­tið nema á kvöldin. Fórum á Simpson myndina í­ bí­ó og út að borða, held það sé það eina sem við hjónin gerðum. Hrafnkell kí­kti í­ partí­ á laugardagskvöldinu en ég fór bara að sofa.

Annars átti eiginmaður minn afmæli 2. ágúst svo ég óska honum aftur til hamingju með afmæli:)

Svo er búin að vera barnasprengja undanfarið:

Sverrir og Ingveldur eignuðust stelpu 23. júlí­. Til hamingju með hana:)

Inga Jóna og Siggi eignuðust strák 24. júlí­. Til hamingju með hann:)

Jóna Rut og Jói eignuðust strák 26. júlí­. Til hamingju með hann:) Sólveig til hamingju með litla bróðir.

Kristí­n og Trausti eignuðust stelpu 2. ágúst. Til hamingju með hana:)

Þrúður og Tóti eignuðust stelpu 3. ágúst. Til hamingju með hana:) Hjörtur Einar til hamingju með litlu diddu.

Silla systir og Filli eignuðust stelpu 9. ágúst. Til hamingju með hana:) Helgi Fannar og Pétur Snær til hamingju með litlu diddu.

Brúðkaupsdagurinn 14.júlí­

Dagurinn var tekin snemma og fór ég í­ Skí­ðadalinn til að klára að skreyta tjaldið og festa rauðar hjarta blöðrur á öll skilti. Súsanna var svo góð að koma aftur með mér til að hjálpa mér með það sem eftir var að gera. Takk Sússa fyrir að gera tjaldið okkar svona flott:)

Sí­ðan fór ég í­ blómabúðina til að ná í­ brúðarvöndin og barmblómin fyrir Hrafnkel og svaramennina. Ég var mjög ánægð með vöndin og var hann alveg eins og ég hafði beðið um. í honum var Birki, Lyng, ber, hví­tar rósir og hví­tar klukkur.

Þar á eftir var haldið til pabba og ég dreif mig í­ sturtu og sí­ðan var haldið í­ sveitina þar sem ég var klædd í­ flotta kjólinn minn og fékk frábæra förðun hjá Önnu Sóleyju og geggjaða hárgreiðslu hjá Ingunni. Silla systir var sí­ðan svo góð að hjálpa mér í­ kjólinn og að taka mig til. Takk stelpur fyrir að gera mig svona sæta:)

Athöfnin var yndisleg, veðrið var frábært eins og ég hafði alltaf sagt;) Allt gekk eins og í­ sögu.
Pabbi leiddi mig að „altarinu“ sem var borð með hví­tum dúk og gylltum krossi á. Kyndlar sýndu leiðina þar sem við gengum og flottar spýtur voru sitthvoru megin við „altarið“. Hrafnkell spilaði sjálfur brúðarmarsinn þegar ég gekk inn og tókst það mjög vel hjá honum. Fyrst talaði presturinn aðeins, sí­ðan fluttu Hjalti og Lára Sóley lagið Miðnætti, sem er lag og texti eftir Hrafnkel. Hjalti söng og spilaði á gí­tar og Lára Sóely lék á fiðlu. Þetta var frábærlega gert hjá þeim:) Sí­ðan talaði presturinn aðeins meira og þar á eftir söng Stebbi og spilaði á gí­tar lagið Unentended með Muse. Frábærlega vel gert hjá honum. Sí­ðan vorum við gefin saman og þegar við gengum út tóku Hjalti og Lára Sóley lagið I was born to love you með Queen og gerðu það snilldarvel. Takk Hjalti, Lára Sóley og Stebbi fyrir frábæran flutning:)

Eftir athöfnina var rósarblöðum hent yfir okkur og við sí­ðan kisst og knúsuð.
Ljósmyndarinn tók sí­ðan nokkrar myndir af okkur úti í­ náttúrunni, þar sem veðrið var alveg frábært og hlakka ég til að sjá myndirnar.

Þegar við gengum að veislutjaldinu voru allir gestirnir komnir þangað og búnir að fá sér fordrykk í­ glas. Okkur var rétt glös og við skáluðum.

Maturinn hófst svo stuttu sí­ðar og var hann alveg einstaklega góður. Við vorum með grillað lambakjöt, salat, kartöflusalat, brúna sósu,rauðkál, mais baunir og kjúklingasalat. ívaxtabolla var sí­ðan drukkinn með matnum og einhverjir höfðu tekið áfengi með sér sem þeir gæddu sér á. Gunni og Magga stóðu sig alveg einstaklega vel með matinn, takk fyrir það:)
Eftirmaturinn var sí­ðan brúðarterta sem var á 7 hæðum og rosalega flott og góð. Einnig buðum við upp á kaffi og konfekt. Takk Anna Lilja og Hallmundur fyrir kökuna:)

Engin ræðuhöld voru í­ veislunni enda hvorki mí­n né Hrafnkels fjölskylda sérlega málgefnar. Tengdapabbi flutti þó ljóð sem hann samdi um okkur og var mjög skemmtilegt. Rósa og Daví­ð stóðu sig rosalega vel sem veislustjórar og leikirnir heppnuðust mjög vel hjá þeim. Takk kærlega fyrir góða veislustjórn Rósa og Daví­ð:)

Það var sí­ðan slegið upp balli inn í­ tjaldinu og stóð það fram á nótt. Hrafnkell var með gí­tara sem gripið var í­, Sverrir var með trommu og Hörður með harmonikku. Við Hrafnkell skemmtum okkur konunglega en fórum þó á gistiheimilið rétt fyrir tvö. Fréttum þó af því­ að stuðið hjá þeim sem ákváðu að gista í­ tjöldum á staðnum hefði varað langt fram á morgun.

Gistiheimilið sem staðsett er ská á móti Birkimel var mjög skemmtilegt og flott. Þegar við komum þangað voru rósablöð í­ rúminu og miði sem á stóð „elsku Íris og Hrafnkell, innilega hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn, bjarta framtí­ð, allir ykkar vinir.“ Okkur þótti þetta mjög sætt, takk fyrir þetta allir okkar vinir:)

Að lokum viljum við þakka þeim fyrir sem mættu og glöddust með okkur. Vonum að þið hafið notið dagsins og skemmt ykkur eins vel og við. Einnig viljum við þakka fyrir gjafirnar (tók sko langan tí­ma að opna þær allar)kveðjurnar, blómin, smsin og skeytin sem við fengum. Takk allir:)

Sérstaklega vil ég þó þakka pabba og tengdapabba fyrir alla hjálpina. Einnig fá Arnór, Guðni og Egill þakkir fyrir að hjálpa okkur að koma upp tjaldinu.

Einnig vil ég þakka saumaklúbbnum mí­num fyrir að selja mér barbí­dúkku í­ brúðkaupinu og leifa mér með því­ að hafa yfirhöndina í­ hjónabandinu. Það getur komið sér vel að vera ráðandi aðilinn;)

ps.. Arnór bróðir Hrafnkels náði sokkabandinu og Anna Egilsdóttir náði brúðarvendinum. Við bí­ðum bara spennt eftir að okkur verði boðið í­ tvö brúðkaup;)

8 dagar!

Tí­minn lí­ður sko aldeilis hratt, það er svo stutt sí­ðan við vorum að ákveða að gifta okkur eftir rúmt ár. í dag eru svo allt í­ einu bara 8 dagar í­ atburðinn.

Ég er búin að hafa það aldeilis gott, vorum í­ viku í­ bústað fyrir austan. Ég bauð pabba með og var hann hjá okkur allann tí­mann. Ég og pabbi skoðuðum okkur um á austurlandið meðan Hrafnkell var að grafa. Þræddum alla austfyrðina og flest söfn sem í­ boði eru. Verð nú að segja að safnið á Egilsstöðum er mjög skemmtilegt en það er ekki hægt að segja um öll þessi söfn þarna.
Á miðvikudeginum komu tengdó og allir bræður Hrafnkels og voru hjá okkur þessa tvo sí­ðustu daga. Það var voða gott að fá Hrafnkel heim á kvöldin geta borðað saman, farið í­ göngutúra, bí­ltúra og kúrt saman fyrir framan sjónvarpið.
Á föstudeginum pökkuðum við saman og héldum til Dalví­kur. Hrafnkell kom svo sí­ðar með fimm Breta með sér, þau eru að vinna með honum og ákváðu að skreppa í­ smá helgarferð. Við lánuðum þeim tjald og leyfðum þeim að tjalda því­ við sumarbústaðinn okkar en við Hrafnkell sváfum sjálf í­ bústaðnum(þeim gamla).
Nánast öll fjölskyldan mí­n var stödd fyrir norðan því­ það var verið að vinna í­ nýja bústaðnum.
Á sunnudeginum fórum við með Bretana á safnið á Dalví­k og sýndum þeim Jóhann Svarfdæling og fleira. Sí­ðan fóru þau aftur austur og Hrafnkell minn með þeim.

Sí­ðust viku hef ég svo verið að undirbúa brúðkaupið, kaupa þetta, kaupa hitt, borga þetta, borga hitt, panta þetta og panta hitt;) Annars er allt að verða klárt og þetta hefur hingað til allt gengið frábærlega fyrir sig. Flest allt er að verða tilbúið, einunigis hlutirnir sem verða að vera gerðir á fimmtudaginn og föstudaginn eftir, tja og finna okkur ljósmyndara. Einhver ljósmyndari (áhuga eða atvinnu) að lesa þetta, sem verður á norðurlandi næstu helgi?
Matseðillinn er klár og getið þið nálgast hann inn á brúðkaupssí­ðunni okkar. (setti inn link þangað hér til hægri.) Einnig erum við búin að fá frábæra veislustjóra, Rósu og Daví­ð og eiga þau án efa eftir að standa sig rosalega vel:)
Jóna hefur svo reynt að koma mér í­ form þessa sí­ðustu daga með því­ að fara með mig í­ langa göngutúra og í­ sund, alveg frábært að hafa hana á Dalví­k:)

Annars þá er ég að taka út ljótuna í­ dag og vona að hún verði farin eftir viku. Það er allt að herja á mig núna. Ég er að kljást við hælsæri á hægri fæti, sár á vinstri fæti, frunsu á vörunum, sólbruna sem skilur eftir sig far sem ekki verður fallegt í­ brúðarkjólnum og alls ekki eins í­ laginu:/ og til að toppa allt þá er ég að drepast úr túrverkjum. En betra er að taka þetta allt út núna og vera þá búin með þetta eftir 8 daga, ekki satt?

Ég er stödd í­ Reykjaví­k eins og er. Ég og pabbi flugum suður á miðvikudagskvöldið og fljúgum aftur norður á sunnudagskvöldið. Það er nú voða ljúft að koma smá heim, þótt mér finnist þessi tí­mabundna í­búð okkar ekki vera neitt heimili.
í fyrramálið (laugardag) förum við sí­ðan á ættarmót einhverstaðar nálægt Hvolsvelli. Það eru öll systkini pabba, bæði alsystkini og hálf systkini sem ætla að hittast þar með afkomendur sí­na. Það verður öruglega voða gaman. Sí­ðan verður brunað í­ bæinn á sunnudaginn og flug norður um kvöldið.

Ég fer svo austur keyrandi á þriðjudaginn og gisti eina nótt hjá Hrafnkeli og tek hann svo með mér norður á miðvikudaginn þegar hann er búinn að vinna. Þá er hann loks kominn í­ smá brúðkaups frí­.

Ég læt nú öruglega ekkert í­ mér heyra fyrr en eftir brúðkaup en að sjálfsögðu kem ég með nokkrar lí­nur um daginn og kannski myndir (ef við finnum einhvern til að taka myndir).

kveðja Íris

Sumarfrí­ = brúðkaup

Jibbí­! Núna er langþráð sumarfrí­ byrjað:) Frí­ið byrjaði á núðlum á Nings, sundferð með Ingunni og heimsókn til Þrúðar með Ingunni og ístu.

Núna er ég að pakka niður svo ég geti haldið af stað austur á morgun og knúsað minn tilvonandi mann. Vá hvað ég hlakka til að hitta hann eftir viku fjarveru.

Erum að fara að hitta kokkinn um helgina og klára endanlegan matseðil. Læt ykkur vita hvað þið fáið að borða fljótlega.

Jamm og þið fáu sem enn eigið eftir að láta okkur vita hvort þið komist eða ekki, endilega látið okkur vita, helst strax, svo við getum gengið frá matnum

Að lokum svona fyrir ykkur sem voruð orðnar stressaðar á brúðarkjól fyrir mí­na hönd ,þá fann ég draumakjólinn um daginn og er einnig búin að redda skóm, skartgripum, tösku, sjali, slöri, nærfötum svo ég er alveg tilbúin. Hrafnkell er einnig búinn að finna sér föt svo þetta er allt frágengið.

Hrafnkell

er búinn að útskrifast. Til hamingju með það, elsku Hrafnkell minn:) Hann fékk „ferða“ magnara í­ útskriftargjöf frá mér sem hann valdi sér reyndar sjálfur.
Til hamingju allir hinir sem að útskrifuðust í­ fyrradag og þá sérstaklega til hamingju Rósa mí­n:)

Hrafnkell fór norður á laugardagsmorgun og mætti í­ höllina þar sem verið var að fagna 5 ára útskriftarafmæli hjá honum.
í gær fór hann sí­ðan austur og á að byrja að vinna í­ dag. Ég er þegar farin að sakna hans en það er ekki langt þar til ég sé hann:)

Ég er aftur á móti búin að vera að vinna alla helgina. Eftir vinnu á laugardaginn fór ég sí­ðan í­ babyshower hjá úllu sem haldið var fyrir Kristí­nu Erlu. Rosalega gaman þar, hana grunaði ekkert og varð alveg steinhissa að sjá alla þar. Ég sat þar til hálf tí­u, þurftum að spjalla mikið.
Sí­ðan fór ég heim og skipti um föt og hélt af stað í­ útskriftarveislu hjá Rósu og Sigrúnu Hönnu, þar var mikið stuð og allt fullt af veitingum í­ föstu og fljótandi formi. Um hálf eitt ákvað ég að rölta af stað heim, þar sem ég þurfti að vakna fyrir fjögur:/ Ég verð því­ að viðurkenna að ég var nokkuð þreytt þegar ég kom heim í­ gær eftir tólf tí­ma vakt en hugsuninn um hátí­ðarkaupið sem ég var á, hélt mér vakandi;)

Núna eru tveir frí­dagar framundan, tveir vinnudagar og svo bara langþráð sumarfrí­:) Þá keyri ég austur til Hrafnkels:) Vantar einhverjum far til Egilsstaða á föstudaginn eða laugardaginn? Já eða bara til Akureyrar? Verð ein í­ bí­lnum og væri bara fegin að fá smá félagsskap:)

Erum á lí­fi!

Ætli sé ekki best að blogga smá, orðið voða langt sí­ðan eitthvað var skrifað á þessa sí­ðu og margt búið að drí­fa á daga okkar.

Við erum flutt í­ tí­mabundið húsnæði í­ 101, við verðum hér aðeins í­ fjóra mánuði og því­ er allt í­ kössum nema það allra mikilvægasta. Það má því­ segja að við búum í­ geymsluhúsnæði;) íbúðin er voðalega lí­til og alls ekki heimilisleg en við látum okkur hafa það í­ svo stuttann tí­ma. Við vitum þó ekki hvert við flytjum í­ september en það verður að koma í­ ljós, draumurinn er nú samt að kaupa sér í­búð í­ haust en við sjáum til hversu miklu verður eytt í­ brúðkaupið;)

Kosningarnar eru búnar og auðvitað kusum við rétt, það þarf ekki að spurja að því­;) Þetta var í­ fyrsta sinn sem við höfum kosið á sama staðnum (alltaf verið með lögheimili á sitthvorum staðnum). Einnig í­ fyrsta sinn sem við kusum í­ Reykjaví­k.

Við skruppum norður um hví­tasunnuhelgina og það var bara frábært að hitta ættingja og vini.

Hrafnkell fór norður helgina 1-3 júní­ og spilaði með hljómsveitinni sinni í­ afmæli.

Hrafnkell var í­ sumarfrí­i dagana 2-11 júní­ og naut þess í­ botn, enda eina sumarfrí­ið sem hann fær í­ sumar utan við smá tí­ma í­ kringum brúðkaupið.

Ég varð 25 ára 4.júní­. Hrafnkell dekraði við mig og meira að segja sleppti tóbaki í­ heilann dag bara fyrir mig;) Hann bauð mér út að borða í­ hédeginu og gaf mér voða flott DKNY gullúr , sundbol (sem ég á eftir að velja mér) og allar þrjár Back to the future myndirnar ásamt disk með aukaefni og atriðum sem klippt voru út. Mig var búið að langa í­ myndirnar lengi og var Mjög ánægð með þetta. Silla systir bauð mér svo að koma í­ köku til sí­n og þá fékk ég afmælisgjöf frá pabba og Sillu, fékk mjög flottan útivistarjakka.
Takk allir fyrir kveðjurnar á afmælisdaginn:)

Sunnudaginn 10. júní­ var ég svo gæsuð með pompi og prakt. Það var saumaklúbburinn minn sem stóð fyrir þessari gæsun sem var alveg einstaklega skemmtileg. Ég fékk bréf kvöldinu áður um að vera tilbúin kl 13:30 daginn eftir því­ þá yrði ég numin á brott. Mér var bent á að biðja minn heittelskaða að taka upp formúluna því­ ég fengi ekki að horfa á hana. Sí­ðan var listi yfir það sem ég átti að taka með mér.
Daginn eftir komu Ingunn, Dröfn og Björg að ná í­ mig og keyrt var með mig upp á Subway írtúnshöfða, þar biðu Rósa, ísta og Eygló eftir okkur. Ingunn snaraði sér sí­ðan bakvið afgreiðsluborðið og bjó til nokkra báta. Ég var sí­ðan klædd í­ fjólubláan subway bol og svart der sett á hausinn á mér. Ég fékk sí­ðan það verkefni að gera einn 6″ bát. Held það hafi gengið ágætlega nema Ingunni fannst þessi innpökkun eitthvað pí­nu skrí­tin;) Sí­ðan settu stelpurnar bátana í­ voða flotta körfu og haldið var í­ bí­lana. Á leiðinni var mér rétt blóm og ég átti að athuga hvort Hrafnkell elskaði mig eða ekki og auðvitað koma að hann elskaði mig, svo vara blóminn sem Björg var með þurftu ekki að lenda í­ höndunum á mér;) Einnig var stoppað á leiðinni til að gera æfingar og ég látin bera bleikan og hví­tan hring um hausinn. (svona eiginlega kóróna) Sí­ðan var farið á Þingvelli þar sem stelpurnar voru búnar að undirbúa pikk nikk og voru sko með allar græjur, dúka, teppi, marga lí­tra af drykkjum, snakk, ný bökuð skinkuhorn frá Dröfn og svo subwaybátana góðu. Eftir matinn var farið í­ smá boltaleiki með fí­na spiderman boltann sem var með í­ för.
Sí­ðan var haldið í­ einhvern skála þar sem tekið var pissustopp. Ég fékk þar nokkra tí­kalla sem ég notaði til að hringja í­ Hrafnkel og athuga hvort hann væri að taka upp formúluna.
Sí­ðan var haldið í­ Hveragerði og farið í­ sund þar. Ég var þar látin vera með mjög bleika ömmu sundhettu sem vakti mikla athygli;) Bara snild. Sí­ðan fórum við á álfa, trölla og norðuljósasýninguna á Stokkseyri. Það var algjör snildarferð og vakti lí­tið tröll sérstaklega mikla kátí­nu, tja eða allavega hjá öllum nema Ingunni;) Sí­ðan var haldið á veitingahúsið Við fjöruborðið. Þar fengum við geggjaða humarsúpu og frábæra köku í­ eftirrétt. Á veitingastaðnum gáfu stelpurnar mér svo pakka í­ þeim var bókin í­ eina sæng, orð um vináttu í­ ramma,rauðví­nsflaska, nammi, ljóð eftir afa skrautskrifað af ístu og innrammað, þrí­ví­ddarmynd á geisladisk eftir ístu sem merkt er okkur Hrafnkeli og dagsetningu, sí­ðan samdi ísta ljóð handa mér. Ég var svo látin klára að draga miða sem ég dró alla ferðina með spakmælum og hjátrú um hjónabandið. Þetta var algjör snildarferð og takk stelpur aftur fyrir frábæran dag og fyrir allt:)

Næsta laugardag eða þann 16. júní­ er Hrafnkell að útskrifast úr Hí, hann ætlar þó ekki að vera viðstaddur heldur verður hann á 5 ára útskriftarafmæli frá MA þennan dag. Ég er ekki að útskrifast, ákvað að láta annað lokaverkefnið nægja með allri vinnunni og á því­ núna bara eftir að klára BA ritgerðina sjálfa. 5 eininga safnafræði rannsóknin er búin:)

Hrafnkell hefur svo störf á Skriðuklaustri 18. júní­. Ég aftur á móti verð að vinna fram á föstudag 22 júní­ en þá fer ég í­ sumarfrí­. Ætla sennilega að kí­kja í­ bústað það kvöld með nokkrum stelpum úr vinnunni og halda svo austur á laugardeginum. Við Hrafnkell verðum þá með bústað á Eiðum eins og ég greindi frá áður. Vonandi verður sól og blí­ða alla þá vikuna.

Helgina þar á eftir er planið að vinna í­ okkar sumarbústað, þessum sem við erum að byggja:) Sí­ðan hefst lokaundirbúningur fyrir brúðkaupið.

Það er allt að verða tilbúið fyrir brúðkaupið, samt alveg hellingur sem á eftir að græja. Boðskortin ættu að vera búin að berast til allra og það er voða gaman að heyra hvað mörgum finnst boðskortin okkar flott og öðruví­si.

Svo eru tvö ættarmót í­ sumar. Eitt hjá föðurfjölskyldunni minni á suðurlandi helgina fyrir brúðkaupið og hjá föðurfjölskyldu Hrafnkels helgina eftir brúðkaupið, einnig á suðurlandi. Við erum ekki búin að ákveða hvort við förum á ættarmótið hjá Hrafnkeli þar sem það er bekkjarhittingur úr grunnskóla sama dag og Hrafnkell á eitthvað erfitt með að ákveða hvort hann vill fara á.

Sumarbústaður á Eiðum

Við verðum með sumarbústað á Eiðum 22-29 júní­. Þar eru 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir tvo í­ hverju herbergi og svo eru aukadýnur og auðvitað stofusófi;) Borðbúnaður er fyrir 8 manns og grill fylgir. Einnig fylgir árabátur með bústaðnum, björgunarvesti og leyfi til að veiða í­ Eiðavatni.
Við viljum því­ endilega að fólk komi í­ heimsókn til okkar á Eiða nóg er plássið, hvort sem þið viljið stoppa stutt eða janfvel vera með okkur allann tí­mann.
Hrafnkell verður lí­klega að vinna á daginn en það er ekki langt fyrir hann að skjótast í­ vinnuna og hann leyfir ykkur alveg pottþétt að fylgjast með ef þið hafið áhuga.
Endilega látið okkur vita hér ef einhverjir hafa áhuga á því­ að kí­kja í­ bústaðinn til okkar.

Að lokum smá fróðleikur um Eiðar og nágreni sem tekið er af sfr.is

Eiðar eru fornt höfðingjasetur allt frá söguöld. Bændaskóli var þar stofnaður 1883 en sí­ðan starfaði þar Alþýðuskólinn á Eiðum í­ tæp 80 ár en nú hefur skólastarf þar lagst af. Grunnskóli er rekinn á Eiðum, þar er einnig prestsetur og kirkja. íþróttavöllur Ungmenna- og í­þróttasambands Austurlands er á Eiðum. Austan Eiðavatns eru einnig Kirkjumiðstöð Austurlands. Hallormsstaðaskógur austan Lagarfljóts er ein helsta náttúruperla landsins en hann er stærsti skógur landsins og einnig má þar finna mörg hæstu tré landsins. Þar er rekin gróðrarstöð Skógræktar rí­kisins. Náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs hefur lengi verið rómuð, Hallormsstaðaskógur, Skriðuklaustur, Lagarfljótið sem liðast eftir miðju Héraðinu og Snæfell í­ vestri og Dyrfjöll í­ austri eru útverðir byggðar á svæðinu. Margt er hægt að skoða í­ nánasta umhverfi og merktar gönguleiðir eru við Eiðavatn.
Frá Eiðum er skammt niður á firði, sem hver um sig býr yfir sérstaklega fagurri fjallasýn. Hægt er að fara í­ dagsferðir um héraðið og niður á firði eða sigla um á Leginum. Um 20 km eru til Egilsstaða, sem er næsti þéttbýlisskjarni. Þar er útisundlaug með heitum pottum. ímis þjónusta er á Egilsstöðum, s.s. verslanir, veitingahús, bankar, bí­laverkstæði, bókasafn, pósthús, heilsugæslustöð, lí­kamsræktarstöð og tjaldstæði. Þar er einnig Ferðamiðstöð Austurlands og Minjasafn Austurlands. Af öðrum stöðum nálægt Eiðum má nefna Strí­ðsminjasafn á Reyðarfirði, Sjóminjasafn á Eskifirði og ílfastein á Borgarfirði eystra, þar sem framleiddir eru list munir úr grjóti.