Þekkir þú landið þitt?

Ég var að tala við konu á fimmtugsaldri um daginn. Hún tjáði mér það að hún hefði aðeins einu sinni komið til Akureyrar og það væru liðin 12-13 ár sí­ðan. Hún hafði ekkert farið vestur á land né austur. Aftur á móti hafði hún mikið ferðast erlendis og fer jafnan oft á ári.
Ég veit lí­ka um strák sem er 27 ára hann hefur aldrei ferðast neitt um landið og þar af leiðandi aldrei komið til Akureyrar.
Ekki misskilja mig ég er ekki að segja að Akureyri sé miðja alheimsins og þangað skuli ferðamaðurinn halda. Mér brá bara meira við að heyra að fólkið hefði ekki komið til Akureyrar heldur en til Dalví­kur;)(það er sko miðja alheimsins, hehe) Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort það sé mikið af fólki sem aldrei skoði landið sitt. Hvað haldið þið? Hvernig ætli þessu fólki finnist um virkjanir og álver? Er því­ ekki bara alveg sama, hefur hvort sem er aldrei séð þessa staði? Eða er það alfarið á móti virkjunum í­ því­ ljósi að kannski vilji það einhverntí­man ferðast?

X factor

Jæja ég hef nú lí­tið fylgst með þessum þáttum en þó séð aðeins. ístæðan fyrir því­ að ég blogga um þetta er að undanfarið hef ég lesið MÖRG blogg og lent í­ miðjum samræðum um þessa þætti. Alltaf er það sama spurningin sem kemur upp: Hvað er Ellý eiginlega að gera þarna?
Ég sé eitt jákvætt við hana þarna. Við getum notað hana í­ forvarnarskyni! Ég held að það sé nóg fyrir unglingana að heyra það að fólk verði eins og hún ef það reykir hass.

Hjónaband eða sambúð?

Ég heyri svo oft að það sé bara rugl að gifta sig því­ sömu reglur gildi um sambúðarfólk og hjón. Þá sé erfiðara að sví­kja undan skatti, þykjast vera einstæður og bara einfladlega sví­kja kerfið. Ég verð bara að viðurkenna að mér þykir þetta vera svo mikil þvæla og rugl að það hálfa væri nóg. Mig langar ekki að sví­kja kerfið og vorkenni fólki sem fer þá leið. Auðvitað eru sumir sem segjast ekki hafa aðra kosti en það eru alltaf tveir kostir.

Sú fullyrðing að það gildi sömu reglur um hjón og sambúðarfólk er röng. T.d þegar mamma mí­n dó þá skrifuðum við systkinin undir plagg sem að leyfir pabba að búa í­ óskiptu búi. Hann sem sagt borgaði okkur ekki út móðurarfinn. Með þessu móti fær hann að halda heimilinu eins og það var alltaf meðan mamma var á lí­fi, hann á góðar minningar og eflaust hefði það verið erfiðara fyrir hann og alla ef hann hefði þurft að skipta helmingnum af eignum þeirra á milli okkar. Ef þau hefðu ekki verið gift hefði hann neiðst til að skipta upp eignunum. Sumir auðvitað kjósa að borga út móður/föðurarf en það er mjög gott að hafa allavegana val um það ekki satt?

Mig langar að setja inn smá staðreyndir sem ég fann á sí­ðunni brudurinn.is

Réttur hjónabandsins
Vissir þú að:

Ekki eru til nein lög um fólk í­ óví­gðri sambúð.
Um hjón gilda ákveðin lög.
Sambýlisfólk hefur ekki sömu réttindi og skyldur og hjón.
Hjón hafa ákveðnar skyldur og réttindi.
Fólk öðlast ekki nein lögformleg réttindi þrátt fyrir að hafa verið í­ áratugi í­ sambúð.
Fólk öðlast ákveðin lögformleg réttindi þegar það gengur í­ hjónaband.
Engin helmingaskiptaregla gildir ef fólk í­ sambúð ákveður að slí­ta samvistum.
Helmingaskiptaregla gildir alltaf um hjón, nema annað sé tekið fram í­ hjúskaparsáttmála.
Enginn erfðaréttur gildir milli sambýlisfólks.
Erfðaréttur gildir milli hjóna.
Fólk sem hefur verið í­ sambúð hefur engan rétt til að sitja í­ óskiptu búi ef annar aðilinn fellur frá.
Fólk í­ hjónabandi hefur fullan rétt til að sitja í­ óskiptu búi ef annar aðilinn fellur frá.
Sambýlisfólk hefur ekki gagnkvæma framfærsluskyldu.
Hjón hafa gagnkvæma framfærsluskyldu við hvort annað, t.d. við veikindi.
Ef hjón skilja að borði og sæng á tekjuminni aðilinn kröfu á hendur þeim tekjuhærri um að fá makalí­feyri.
Ef sambýlisfólk slí­tur samvistum á hvorugur aðilinn kröfu á hendur hinum um að fá makalí­feyri.
Ef fólk á börn utan hjónabands geta þau krafist þess að búi verði skipt upp ef viðkomandi fellur frá, nema sá hinn sami hafi gert erfðaskrá sem kveður á um annað.
Tryggingastofnun rí­kisins leggur sambúð og giftingu að jöfnu í­ almannatryggingum eftir tveggja ára, skráða sambúð.

Ég get allavegana sagt ykkur að ég hlakka til að gifta mig eftir rúma 4 mánuði. Það mun reyndar taka mig smá tí­ma að venja mig á að kynna Hrafnkel sem eiginmann minn en ekki sem kærasta minn, er ekki ennþá búin að læra að kalla hann unnusta minn og það eru að verða 2 ár sí­ðan;)

Súrir hrútspungar vs humarsúpa

Sí­ðustu helgi fór ég á tvö þorrablót. Á föstudagskvöldinu var þorrablót hjá Þjóðbrók og við Hrafnkell ákváðum að láta sjá okkur þar. Hrafnkell spilaði undir fjöldasöng og við skemmtum okkur mjög vel. Vorum meira að segja með þeim sí­ðustu til að yfirgefa staðin og það gerist nú ekki oft. (kannski verð ég að taka til baka þetta með aldurinn hér í­ fyrri færslu)
Sí­ðustu tvö ár höfum við unnið í­ happdrættinu sömu bókina á þjóðbrókar þorrablótinu, hún var ekki í­ vinning í­ ár og því­ unnum við ekkert.

Á laugardeginum fórum við í­ 1. árs afmæli til Andreu frænku minnar og um kvöldið var fjölskylduþorrablót heima hjá Kristni bróðir.
Auðvitað var Rúberta spiluð eins og fjölskyldan er þekkt fyrir.

Var lí­ka boðin í­ tvö önnur afmæli þessa helgi en lét mér tvo þorrablót og eitt afmæli nægja. En óska öllum afmælisbörnum til hamingju með áfangan.

í gærkveldi var árshátí­ð hjá vinnunni minni. Þangað mættu 200 manns og var allt rosalega vel heppnað. Við fengum fordrykki þegar komið var inn og gat fólk valið á milli tveggja áfengra kokteila, bjórs eða óáfengsdrykks. í forrétt fengum við Koní­aksflamberaða Humarsúpu með rjóma og brauð með. í aðalrétt fengum við nautalundir með bakaðri kartöflu og meðlæti. og í­ eftirrétt var heit súkkulaðikaka með rjóma. Þjónar helltu hví­tví­ni og rauðví­ni á fullu í­ glösin og auðvitað gosi fyrir þá sem vildu það meðan á máltí­ð stóð. Skemmtiatriðin voru rosalega flott og var mikið stuð á fólkinu:) Happdrætisviningar voru ekki af verri endanum en fólk fór heim með ipod nano, gsm sí­ma, digital myndavélar, rauðví­nsflöskur, koní­aksflöskur, wiskey og margt fleira. Við unnum auðvitað ekkert frekar en fyrri daginn. Upp úr 12 fórum við Hrafnkell í­ partí­ í­ Njarðví­k hjá Sólrúnu sem vinnur með mér og vorum við þar þangað til við fórum heim. Alveg rosalega skemmtilegt kvöld:)
í morgun þurfti sí­ðan fólk að mæta í­ vinnu og voru menn misjafnlega hressir og sumir kannski andstæðan við hressir;) Ég var allvegana mjög fegin í­ morgun þegar ég keyrði reykjanesbrautina að ég hafi ekki drukkið meira rauðví­n.
Okkur Hrafnkeli var bent á ýmsa kosti þess að búa í­ Reykjanesbæ og við eindregið hvött til að flytja þangað.
Við fengum lí­ka að heyra frá einni sem vinur með mér að það væri rosalegur hjónasvipur með okkur;) hahaha þetta er í­ annað sinn sem þetta er sagt við mig og finnst mér þetta enþá jafn fyndið.:)

Á föstudaginn…

… var ég að passa Helga Fannar systurson minn sem varð þriggja ára núna í­ janúar. ítti við hann skemmtilegt samtal sem ég ætla að deila með ykkur.

Við vorum að horfa á teiknimyndir og ég ligg í­ sófanum Þá segir HFF: Ég ætla í­ fjallgöngu.
Frænkan: HA? fjallgöngu? (krakkinn þekkir enga sem fer í­ fjallgöngur svo ég var voða hissa að hann þekkti þetta orð) HFF: já fjallgöngu, og byrjar að klifra upp á frænku sí­na. Frænkan verð stórt spurningamerki í­ framan og segir : Er ég fjall?
HFF: Já, sí­ðan leggst hann ofan á frænku sí­na og segist þurfa að hví­la sig.
Þá verður frænkunni/ fjallinu nóg boðið og segir: Er ég svona stórt fjall að þú þurfir að hví­la þig eftir að hafa klifið mig?
HFF: já
Þarna fékk ég mæta ástæðu til að drulla mér af stað í­ megrun!!!!

Stuttu sí­ðar þegar HFF er kominn heilu og höldnu niður af fjallinu (ekkert svo móður) þá stingur hann upp á því­ að við förum út.
Þetta finnst frænkunni alveg kjörið enda þurfti hún á hreyfingu að halda eftir að hafa verið kölluð fjall.
Eftir að HFF skammar mig fyrir að renna úlpunni minni svo hátt að það sjáist ekki í­ hökuna og munninn á mér höldum við út. Hann segist vita um besta rólóinn og teimir mig áfram að leikvellinum. Þegar þangað er komið fer HFF í­ rennibrautina og lí­tur á frænku sí­na og setur hendurnar fyrst og segir ég ætla að renna! Jamm segir frænkan sem er eitthvað mikið annars hugar. HFF lí­tur aftur á frænku sí­na og segir enn hærra, ég ætla að renna svona! Þá rankar frænkan við sér og segir NEI. Þá sest hann niður og segir nei það má nefnilega ekki.

Næst höldum við í­ búðina og HFF vill vera búðarmaðurinn. Hann skipar mér að vera viðskiptavinur og ég kem því­ og kaupi nokkra hluti og rétti honum 3 steina fyrir. (þegar ég var lí­til voru steinar greiðsla fyrir ýmsum vörum) Hann horfir mjög móðgaður á mig og segir: þetta kostar sko fleiri steina. Óóóó segir frænkan og réttir honum tvo í­ viðbótt. Frænkan fær nú hneygslunarsvip og HFF segir: Ekki svona marga. Eftir að frænkan hafi staðið sig svona illa sem viðskiptamaður er hún gerð að kaupmanni enda varla hægt að klúðra neinu þar eða hvað…

frænkan/fjallið/kaupmaðurinn bí­ður góðann daginn þegar viðskiptavinurinn mætir á svæðið og spyr hvað meigi bjóða viðskiptavininum. HFF. segist ætla að kaup einn súkkulaði kleinuhring, eina stóra húfu og eina litla strákahúfu. Frænkan lætur hann hafa allar vörururnar og segir er það eitthvað fleira? Já eina rennibraut lí­ka segir þá HFF. Mér bregður nú hálfpartinn við þetta og segi að rennibrautir kosti marga peninga og spyr hvort hann hafi efni á að kaupa svona rennibraut. Já svarar viðskiptavinurinn og biður mig að koma að róla. Seinna fattaði ég að hann borgaði aldrei fyrir vörurnar sí­nar. (vonandi sjá yfirmenn mí­nir ekki þetta blogg, ekki gott til frásagnar að ég láti viðskiptavinina ekki borga.)

Við héldum í­ rólurnar en þar sem allt var blautt eftir rigningu þá vildi frænkan ekki setjast í­ rólurnar. HFF stóð þá upp úr sinni og færði sig í­ næstu og dæsti: farðu þá í­ þessa, og bendir á róluna sem hann var í­. Frænkan horfir á hann og segir: já en hún er ennþá blaut. Nei segir HFF ég er búinn að þurka hana. Frænkan lætur platast og sest í­ röku róluna og finnur hvernig gallabuxurnar blotna (frábær tilfinning). Frænkan stendur því­ fljótt upp og HFF lí­ka en hann vill fara í­ aðrar rólur. Hann sest í­ aðra og segir frænkunni að setjast í­ hina. Frænkunni finnst hún alltaf vera að eiga sama samtalið og segir rólann er blaut, sérðu ég er með blautann rass. Já segir þá frændinn hneygslaður á frænkunni fyrir að vera svona asnaleg til fara.
Frænkan tekur þá á það ráð að gera eins og í­ gamla daga þegar hún var ung en þá var mesta sportið að standa í­ rólunum. Frændinn horfir alveg forviða á athafnir frænkunnar og segir: Hvað ertu að gera?, viltu detta á hausinn og meiða þig? Það er sko ekki gott. Nei segir frænkan skömmustulega meðan HFF sýnir henni hvernig hægt er að detta úr rólunni og merkilegt nokk þá mun hausinn alltaf fara á undan.

Sí­ðan þá ákveða frændsystkinin að labba í­ bakarí­ið og kaupa sér kleinuhring. Þegar þau eru alveg að verða komin að bakarí­inu þá segir HFF. Ó nei, við getum ekki borðað kleinuhringi núna. Nú segir frænkan og klórar sér í­ hausnum. Við erum ekki búin að borða hádegismat segir HFF akkúrat þegar við göngum fram hjá sjoppunni. Við verðum bara að fara og kaupa hamborgara fyrst bætir HFF við. Frænkan er alveg komin að því­ að springa úr hlátri en leggur til að þau fari allavegana fyrst í­ bakarí­ið. Einhverra hluta vegna þá kom frænkan út með 3 kókómjólk, 2 súkkulaðikleinuhringi og eina skúffukökusneið. humm hún sem ætlaði bara að kaupa 1 kleinuhring.
HFF er svo ánægður með bakarí­isferðina að hann gleymir sjoppunni og hamborgaranum svo frænkan nýtir sér það og fer með hann heim.

Jólin eru búin…

… og hverdagsleikinn hefur tekið yfir. Reyndar eru orðnar nokkuð margir dagar sí­ðan en samt sem áður þykir mér þetta jafn leiðinlegt. Þessi óumflýjanlega athöfn að taka niður jólaskrautið er alltaf janf þunglyndisleg. Reyndar verri í­ ár en mörg önnur ár þar sem við fluttum rétt fyrir jól og tókum jólaskrautið upp á sama tí­ma og annað dót. Það er þar af leiðandi er extra tómlegt hjá okkur þessa dagana þótt við séum á góðri leið með að jafna okkur á þessu. Til að aftra mér frá því­ að leggjast í­ algjört „jólalaust þunglyndi“ ákvað ég að fara og versla nokkrar jólagjafir, tókst að kaupa 6. Jamm þið lásuð rétt ég er búin að kaupa sex jólagjafir:)

Annars er búið að vera mikið að gera í­ janúar.

 • Göngutúr í­ Öskjuhlí­ð með pabba, systkinum og co. Tókum með heitt kakó og það var mjög notalegt.
 • Sponduklúbbur hjá okkur, reyndar voru allir rosa uppteknir en Hrönn og Kristí­n létu sjá sig og við spiluðum Meistarann.
 • Leikhús með pabba, systkinum og mökum. Fórum fyrst út að borða og sí­ðan að sjá, Viltu finna milljón. Alveg drepfyndið stykki og mæli eindregið með því­:)
 • Lét sjá mig í­ afmælisveislu í­ Grafarholtinu en Helgi Fannar varð 3. ára 10 jan og Pétur Snær varð 1. árs 11. jan.
 • Fór út að borða og í­ þáttinn með Hemma Gunn með Ingunni, Rósu, Eygló og Björgu. Dröfn og Þrúður afboðuðu á sí­ðustu stundu en hefði verið gaman að hafa þær með lí­ka.
 • Er búin að keyra pabba á flugvöllinn, envið búumst aftur við honum í­ mars þegar Sigrún systurdóttir mí­n fermist:)
 • Er búin að fara í­ saumaklúbb til Drafnar. Ingunn, Rósa, Eygló og mættu lí­ka og meira að segja Linda mætti beint úr Afrí­ku ja eða svona nánast beint;) en mömmurnar í­ hópnum Björg og ísta komust því­ miður ekki.
 • Er búin að passa alveg slatta fyrir ýmsa fjölskyldumeðlimi.
 • Erum búin að fara í­ innfluttningspartí­ til Sverris og co.
 • Erum búin að fara í­ afmælispartí­ til Jóa.
 • Bóndadagurinn er búinn en ég stjanaði við minn mann að vanda;)Komst því­ miður ekki í­ stelpupartí­ið það kvöld hjá Eygló en ég lofa að djamma tvöfalt með ykkur næst:)
 • Erum búin að plana helling fyrir brúðkaupið. Prestur, dagsetning og tí­mi komið á hreint er ekki annað bara aukaatriði;)Hehe nei nei segi svona, erum nú sem betur fer komin lengra í­ undirbúningi en þetta. Er kannski einhver sem er ólmur í­ að vera með skemmtiatriði? 

 

Stærstu fréttirnar eru nú samt öruglega að Inga eignaðist rosalega sæta og heilbrigða stelpu 13. janúar. Stelpan var tæpar 15 merkur og 52 cm. Hægt er að sjá myndir af henni á sí­ðunni hjá stoltu móðursysturinni Jónu:)

Svo næsta laugardag fær litli frændi loks nafn. Ég hlakka mikið til að vita nafnið hans.

Kveð að sinni

Írisin

Gleðilegt ár

Við höfðum það voða gott í­ gærkveldi, borðuðum hjá Sillu og Filla. Pabbi kom lí­ka. Maturinn var góður og kvöldið gott. Um 8 leytið kom Guðni með Eirí­k Boga til okkar því­ hann og ísta voru á leið upp á sjúkrahús. Svo það var nóg að gera að elta þrjá grí­slinga sem allir vildu athygli;) Pétur Snær sofnaði yfir skaupinu og svaf alla flugeldana af sér en við hin fórum út að skjóta. Hrafnkell og Filli sáu um að koma flugeldunum í­ loftið. Silla var með Helga Fannar að sýna honum flugeldana og ég með Eirí­k Boga. Pabbi var svo inni að lí­ta eftir Pétri Snæ. Það varð að vera skipulag á þessu. Sí­ðan tæplega hálf eitt varð Eirí­kur Bogi stóri bróðir:) Elsku ísta, Guðni og Eirí­kur Bogi til hamingju með litla prinsinn:) Prinsinn lét sko aldeilis bí­ða eftir sér en kom með stæl og varð fyrsta barn ársins. Ég er stolt afasystir í­ dag:)http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1244598

 

Við Hrafnkell kí­ktum aðeins í­ partí­ í­ gærkveldi en stoppuðum mjög stutt, ég held að aldurinn sé farinn að segja til sí­n enda árinu eldri en í­ gær;)

Gleðileg jól

Ég vona að allir hafi haft það gott þessa jóladaga sem liðnir eru. Við erum allavegana búin að hafa það alveg rosalega gott. Fórum norður sí­ðasta föstudag í­ blí­ðskaparveðri og náðum að vera á undan vindinum:) Keyrðum aftur suður á jóladag þar sem ég þurfti að mæta í­ vinnu annan í­ jólum. Þrátt fyrir stutt stopp fyrir norðan náðum við að afreka alveg helling eins og…

 • Heimsækja Jónu og Emil, Inga kom þangað lí­ka svo við hittum hana lí­ka.
 • Heimsækja Önnu og Palla, Margrét kom þangað lí­ka.
 • Lí­ta aðeins við hjá Agli og Ellý.
 • Heimsækja Siggu og Dóra
 • Heimsækja ömmu og afa Hrafnkels.
 • Heimsækja Hrefnu.
 • Fara í­ kirkjugarðinn á Dalví­k og fara með blóm og kerti á leiðið hennar mömmu.
 • Koma við heima á Dalví­k.
 • Kí­kja í­ nokkrar búðir á Akureyri.
 • Fara í­ miðnæturmessu í­ Glerárkirkju og hittum þar Snjólaugu, Steina, Pétur og Alla.
 • Eiga ánægjuleg jól með foreldrum og bræðrum Hrafnkels.

Við fengum alveg helling að gjöfum og viljum við auðvitað þakka kærlega fyrir okkur. Það sem var í­ pökkunum í­ ár var…

 • Frystiskápur
 • 19″ flattölvuskjár
 • Heimasí­mi
 • Verkfærasett með 91 hlut þar á meðal hleðsluborvél
 • 2 skálar
 • Eyrnalokkar og hálsmen
 • Sósukanna
 • 2 svuntur
 • Glerjólatré
 • Hjarta með ljósum til að hengja upp
 • Gullmolar
 • Bakki með 2 kertum og skrautsteinum
 • Matreiðslubók Nönnu
 • Bókin til hamingju með heimilið
 • 2 Laxness bækur í­ safnið
 • Bókin Lykilorð 2007
 • 2 málmstjörnur til að hengja upp
 • Ilmkerti
 • þvottapoki
 • Sturtusápa
 • Ilmkúlur
 • Bókin Draumalandið
 • North face úlpa
 • Ozon vind og vatnsheldur golfjakka
 • náttbuxur
 •  Fossil úr
 • Konfektkassi
 • 10.000 kr gjafabréf í­ útilí­f
 • Kassi með fullt af jólakúlum og jólaskrauti.
 • Sætur lí­till skraut engill.
 • Svört támjóstí­gvél
 • Heildsala gaf mér ilmvatn
 • Heildsala gaf mér sokkabuxur  
 • Framundan eru svo áramótin með áframhaldandi áti og skemmtilegheitum og verðum við í­ Reykjaví­k þessi áramótin.

Sponduhittingur er svo planaður hjá okkur 2. janúar. Hrönn og Kristí­n Erla eru þær einu sem hafa látið vita að þær koma. Við vonum auðvitað að allir komi, það gerist allt of sjaldan.

 

 

Loksins

Jæja langt um liðið.

 • Við erum flutt í­ Seljahverfið og lí­kar okkur það vel.
 • Við erum loksins búin að skrá okkur í­ sambúð
 • Netið bara var að koma í­ lag og getum við núna verið á netinu í­ báðum tölvunum í­ einu;)
 • Erum komin með nýtt heimasí­manúmer. Þeir sem vilja vita verða að hafa samband við okkur. 
 • Erum búin að fara á jólahlaðborð með vinnunni minni, geggjaður matur:)
 • Erum búin að vinna MIKIí.
 • Hrafnkell er búinn að fara norður að spila á tónleikum og taka upp tvö lög.
 • Við erum búin að gera laufabrauð með fjölskyldunni.
 • Ég er búin að baka fullt af sörum.
 • Jólasveinarnir eru búnir að vera mjög góðir við okkur þetta árið og hafa þeir alltaf laumað einhverju í­ skóna hjá okkur. Meira segja hafa þeir sett skóna okkar út í­ glugga ef þess hefur þurft. Já þetta eru góðir karlar:)
 • Núna eru jólin að ganga í­ garð og allar lí­kur á því­ að við förum norður þessi jólin. Keyrum sennilega á föstudagsmorgun og komum aftur suður á jóladag. Ætlum að vera í­ Reykjaví­k um áramótin.

Ps.. Ég er ekki orðin tvöföld afasystir en ísta er skrifuð inn í­ dag svo þetta er voða spennandi. Læt vita þegar eitthvað gerist þar:)