Skóli…

Ég missti mig greinilega alveg í­ heimabankanum og hef ekkert skrifað sí­ðan 🙂

Sí­ðan ég skrifaði seinast hef ég verið brúðarmeyja í­ rauðu í­ brúðkaupinu hjá Ciliu og Þóri og svo er ég að sjálfsögðu byrjuð aftur í­ skólanum. Það er svolí­tið skrí­tið, eins og svo oft áður þá fannst mér ég ekki vera tilbúin að byrja, hefði viljað fara til Spánar í­ svona viku áður en ég byrjaði. En maður spáir aldrei í­ það og skipuleggur sumarvinnu ekki út frá því­…

í seinustu viku gerðust þau undur og stórmerki að ég fékk í­ fyrsta skipti í­ mörg ár alvöru gubbupest. Það er mesti viðbjóður sem til er, ég vona að þetta gerist ekki aftur næstu árin!

Á morgun er ég svo að fara á Flúðir, það er frænkuboð í­ pabba mí­ns ætt, ég hef ekki séð þessar frænkur mí­nar mjög lengi en við systir mí­n ákváðum að sýna lit og kí­kja aðeins…

Ef einhverjum langar að læra fyrir mig þá má hin sami gefa sig fram á msn 🙂

Gæs

Þá er búið að gæsa hana Ciliu, en það var gert á laugardaginn. Það var þétt og mikil dagskrá yfir daginn og fórum við meðal annars í­ hestaferð í­ Grindaví­k, kajakferð á Stokkseyri og svo út að borða á Stokkseyri lí­ka. Mjög góður dagur og gæsin var held ég bara mjög ánægð með allt saman 🙂

í þessari vinnu sem ég er í­ þá sé ég altaf betur og betur hvað íslendingar geta verið ókurteisir. íštlendingarnir sem ég tala við sem er nú töluverður fjöldi geta verið þreyttir og pirraðir en eru mjög sjaldan ókurteisir. íslendingarnir aftur á móti eru yfirleitt ókurteisir þegar þeir tala við mig og það bregst sjaldan að þeir troða sér fram fyrir í­ röðina ef það er einhver röð hjá mér.
Maður skammast sí­n nú bara af því­ að vera íslendingur þegar maður sér hvernig þeir hegða sér hérna…
Skamm, skamm

Röfl…

Þetta sumar lí­ður alltof hratt… Það eru farin að detta inn mail frá kennurum um það sem væri gott að fara að lesa… íšff ég er bara ekki tilbúin í­ það…

Ég röfla um þetta þegar hvert einasta sumar lí­ður en það virðist ekki skipta máli, ég er aldrei tilbúin!

Við Anna Rán fórum að skoða litla hunda í­ gær… Þeir voru mjög sætir… Væri alveg til í­ einn svona lí­tinn 🙂

Mikið að gerast…

Jæja, þá er bróðir minn orðinn giftur maður 🙂 Athöfnin var falleg og veislan skemmtileg. Er það ekki eins og það á að vera.

Við Hlynur kí­ktum aðeins út á lí­fið eftir veisluna á laugardaginn og komumst að því­ að þetta var í­ fyrsta skipti í­ okkar sambandi sem við förum bara tvö ein eitthvað svona. Það var kannski komin tí­mi til…

Á sunnudaginn kí­ktum við svo ásamt mömmu, í–nnu og Leó í­ heimsókn í­ sveitina til frænku okkar. Þar var tekið vel á móti okkur eins og alltaf, ég væri alveg til í­ að eiga heimabakaðar tertur á lager í­ frysti þegar gesti ber að garði. Einn daginn í­ framtí­ðinni mun það vera þannig, þangað til verða gestir og gangandi að sætta sig við það að ég á bjór og ef að vel lætur þá gæti ég átt kaffi, ef þú drekkur það svart 🙂

Ég er svo að fara til Færeyja á morgun þannig að lí­fið mitt gæti ekki verið betra.
Allir að brosa fyrir mér…

Fréttir

Seinasta laugardag gerðist alveg stórmerkilegur atburður í­ mí­nu lí­fi.
Þá hringdi hann bróðir minn í­ mig til að láta mig vita að hann væri að fara að gifta sig nákvæmlega viku seinna.

Ég var orðlaus í­ svona 3 daga en svo fór undibúningur hjá mér á fullt. Þó að ég sé ekki að fara að gifta mig er margt sem þarf að gera, eins og að kaupa gjöf, fara í­ klippingu, heimsækja Helgu Jónu og flr. í­ þeim dúr. Nú er allt saman klappað og klárt nema fötin, þau virðast vera í­ felum. Það er ekki sterkur leikur að reyna að finna sér spariföt núna þegar útsölur eru í­ fullum gangi. Allt sem ég hef fundið til þessa er ekki nógu sparilegt eða ekki til í­ mí­nu númeri. En það hlýtur að reddast…

Þó að það hefði komið mér minna á óvart ef hún Anna Rán hefði ákveðið að gifta sig er ég orðin mjög spennt og hlakka til að mæta 🙂

Ég get hlegið endalaust af svona :Þ

Allir strákarnir sváfu vel í­ tjaldinu fyrir utan Skúla, hann var notaður sem súla

Allir krakkarnir komu með svala í­ skólann fyrir utan Þór hann kom með bjór

Allir strákarnir dönsuðu við stelpurnar nema ígust, hann dansaði við strákúst

Allir krakkarnir léku sér saman í­ körfubolta, Nema Gvendur, hann hafði engar hendur

Allir voru að syngja nema Frí­ða, hún var að rí­ða

Allir strákarnir voru að eltast við stelpurnar. Nema Tommi, Hann var hommi.

Allir strákarnir fengu klamidí­u nema Sveinn, hann var hreinn

Allir strákarnir áttu kærustur nema Stjáni, hann fékk þær í­ láni

Allir strákarnir gerðu stelpurnar óléttar, nema Sillu hún notaði pillu

Allir krakkarnir horfðu inn í­ örbylgjuofninn nema Binni, hann var inni!

Allir krakkarnir brunuðu niður á snjóbrettum nema Viðar, hann fór til hliðar

Allar stelpurnar fóru á klósettið nema Sigga, hún lét vaða á bringuna á Bigga

Allir krakkarnir voru að leika sér með ostaskerann fyrir utan Eið…
hann kom út sneið fyrir sneið

Allar stelpurnar voru með brjóst, nema Lena, hún var með spena

Allir krakkarnir horfðu á kirkjuna brenna, fyrir utan Hermann það var verið að fermann

Matur

Matur er það besta sem ég veit. Ég veit ekkert betra en að borða góðan mat og þá skemmir ekki fyrir að vera í­ góðum félagsskap. Það skiptir samt kannski ekki öllu máli þar sem að maður er yfirleitt of upptekin við að borða allan matinn til að tala saman af viti. En félagsskapurinn kemur sér vel þegar maður þarf að bí­ða eftir matnum eins og við lentum í­ á Tapas í­ vikunni. Ég held að réttirnir hafi nú bara týnst á leiðinni á borðið okkar og tí­masetning á réttum var ekki mjög góð. Ég var t.d. búin að fá 7 rétti þegar Ingibjörg var bara búin að fá 2.
Það var ekki nógu sniðugt…

Við ætlum að fara annað næst!

Gráðug kerling

Núna í­ júlí­ var vinnutí­manum mí­num breytt. í stað þess að vinna frá 12-24 þá vinn ég frá 13-01. Það hefur þann kost í­ för með sér að ég get hlustað á hádegisfréttir á leiðinni sem ég hef saknað hingað til. En það hefur lí­ka þann ókost að ég get ekki hlustað á Spegilinn á leiðinni heim úr vinnunni sem mér finnst mjög slæmt…

Ég veit ekki hvað þetta segir um mig 🙂