106928973760460685

Tónleikarnir sviku ekki. Diskurinn lofar verulega góðu. Ég er reyndar frekar fastheldin á jólalög og fagna svo sem ekki nýjungum. En við splæstum í hann eftir tónleika. Kirkjan smekkfull, það þurfti að bæta við auka stólum. Gott að Akureyringar eru svona þakklátir þegar fyrstu útgáfutónleikarnir eru haldnir hér. En ömurlegt hljóð og þetta er einmitt …

106902661543560925

Loksins kom svona ekta helgardagur, þar sem var ekkert stress og æðibunugangur. Tókum loks af skarið með að festa upp krækjur í þakskeggið fyrir komandi jólaseríu. Það hefur staðið til ansi lengi og tók ekkert langan tíma þegar það var gert. Í leiðinni sinntum við smá vetrarverkum, sem hefði mátt gera fyrr, settum inn hjólin …

106893459092176595

Ætlar allt að mislukkast núna? Ég er búin að gera tvær tilraunir til að skrifa skýrslu dagsins og fæ bara publish unsuccesful eða eitthvað álíka. Það er óvinátta í uppsiglingu.

106884142958621808

Skemmtilegur seinnipartur í dag. Eftir ungbarnasund, þar sem unga frökenin hélt áfram að sýna sundkennaranum óvinsemd, var farið í stutta heimsókn til langömmu og svo í verslunarleiðangur. Og það kom í ljós að það væri auðveldlega hægt að eyða nokkrum hundraðköllum. Ég veit ekki hvort það var sjálfstjórnin eða plássleysið sem kom í veg fyrir …