Krúttleg stelpa

Sóley átti algjört móment í dag. Þegar við komum heim seinni partinn stóð pæjubíllinn hennar á gólfinu. Hún fór að stússast við hann og nema hvað, stóð á fætur og gekk fram og til baka með hann á undan sér. Ekkert smá fín. Og montbrosið sem kom á hana þegar við fórum að góla og …

ahh…Pixies

Ég velti því fram og tilbaka hvort maður ætti að stefna á Pixies. Ekki það að ég er bara seinni tíma aðdáandi, þetta var einum of undarleg tónlist fyrir minn eighties smekk þegar ég var í 9. bekk. Það voru bara þeir allra framsæknustu sem voru að fíla þá. Ég fékk í raun ekki opinberun …

Átpistill

Ég klaufaðist til að gleyma einum hápunkti Reykjavíkurferðarinnar. Þannig er, að ég á mér eitt gríðaruppáhalds kaffihús/bakarí í borginni. Það er hið góða Café (Konditori) Copenhagen (veit aldrei hvort þessi miðhluti á að vera með) á Suðurlandsbrautinni. Oft hef ég þakkað mínu sæla fyrir að búa ekki í nágrenni þess því þá væri fyrst komið …