Ég náði að svindla mér á árlegt brúskvöld Síðuskóla á föstudagskvöld. Það vildi þannig til að ég las óvart bloggið hennar Hildu, míns gamla samkennara og þar var hún að skrifa um að það stæði til, svo ég bauð mér bara sjálf. Eins og alltaf var það ógurlega gaman, þetta er eiginlega með skemmtilegri spilum. …
Monthly Archives: janúar 2005
Mislukkað tónlistaruppeldi – næstum
Ég var að keyra með Strumpu í gær – hafði mér til ánægju og yndisauka sett nýja Nýdanska diskinn minn í bílinn (sem er btw alveg óheyrilega góður, það sem ég syng af gleði með) en hún hafði beðið um Fiskinn minn. Ég er náttúrulega að reyna að koma upp góðum tónlistarsmekk hjá henni og …
Kynæsandi hljóðfæri
Mummi kom með þá undarlegu hugmynd um daginn að fara að læra á gítar. Af einhverjum undarlegum ástæðum – til að vera miðpunkturinn í partýum – maðurinn sem fer sjaldan í partý og sækist lítið eftir athygli. Ég tók illa í það og sagði honum að það væri miklu flottara að læra á bassa, það …
Gráu hárin
Fyrsta áfall nýs árs var að finna grátt hár í höfðinu. Ekki það að þau hafa víst fundist áður, en ég var greinilega búin að blokka það algerlega – ég sem er búin að vera svo sæl með ólitaða hárið mitt, skyndilega sá ég fram á mánaðarlega hárlitanir, og það skánaði ekki þegar Mummi og …
Kremað…
…yfir Robbie Williams á Knebworth. Úff, úff, úff! Maðurinn er SEX GOD. Stórfurðuleg áramót. Þau fyrstu sem við skötuhjúin eyðum ein (eða þrjú – strumpan er jú inni í herbergi að sofa) og það í þvílíkum rólegheitum, bara búið að stúta einni freyðivínsflösku. Vorum að vísu í góðu yfirlæti hjá ÖdduÖmmu og GylfaAfa, en komum …