Fyrirspurn

Man einhver eftir nammi sem var til svona í kringum 1990, annars vegar karamellufylltu súkkulaði og hins vegar lakkrísfylltu súkkulaði? Þetta karamellufyllta hét því góða nafni Kammó – en mér er svo gersamlega fyrirmunað að muna hvað þetta lakkrísfyllta hét og það böggar mig dálítið. Er ekki einhver minnisgóður sem rámar í þetta??? Helgarfréttir þær …

Gönguklúbburinn færir út kvíarnar

Gönguklúbburinn hóf aftur göngu sína – bókstaflega – á mánudagskvöld, eftir æði langt hlé og sístækkandi bumbu í takt við það. Nema hvað, til að nýta síðustu sumarfrísdagana sem best ákvað ég að fylgja Kristínu líka í sund, hún hefur tekið sundið svona meðfram. Þannig að eftir skutling á Strumpu í morgun, drifum við okkur …