Gullkornið

Þegar ég kom að sækja Strumpu í leikskólann í fyrradag, var búið að skrifa gullkorn upp á töflu – samræður sem áttu sér stað í framhaldi af tannverndarumræðu. Spurt var hvort sykur væri hollur fyrir tennurnar og ekki stóð á svari – nei, bara fyrir pönnukökur. Ég þóttist kannast eitthvað við rökfærsluna þó ekkert stæði …

Raddda-dadda-dara

Ég er á leið til Danmerkur, Danmerkur, Danmerkur (og þaðan til Svíþjóðar reyndar). Dásamleg uppfinning þetta beina flug. Ich bin ein Däner! Dagsetning 13. – 20. júní. Annars er ég hjólbeinótt og óstarfhæf eftir leikfimi gærdagsins og mun aðeins fara versnandi. Óli ÓÓÓ stóð undir öllum ó-unum.