Aftur til viðtals

Þá er törninni lokið, svo ekki sé meira sagt. Búin að vinna eins og berserkur (er það ekki fallegra heldur en móðerfokker?) fram á síðast liðið föstudagskvöld! Svolítil pústpása í augnablikinu, fékk til dæmis eina fjóra tíma í vetrarfrí í gær 🙂 Annars var um ýmislegt annað að hugsa, ég er mikið að spá og spekúlera í Finnlands/Svíþjóðar/Danmerkurferðinni í sumar. Jei. Hún lofar nú þegar góðu. Við erum meira að segja búin að fá boð um að gista á Skagen í heila viku en ég ætla nú kannski að tóna það aðeins niður.

Annars fékk ég unaðslega nostalgíu í gær. Byrjaði nefnilega að horfa á 25 myndböndin, náði að horfa á Club Tropicana, Wake me up og fleiri góð og boy oh boy, var það gaman…