Sögulegar mælingar

Það vantar ekki að þessi vika ætlar að verða vika hinna sögulegu mælinga. Fór nefnilega í ræktina (í tíma altså) í gærmorgun kl. 6.10 – sem er auðvitað afrek, það vita þeir sem þekkja mínar svefnvenjur. Ég forðaðist vigtina eins og heitan eldinn, engin ástæða til að mæla sig á fimmtudegi þegar maður á eftir sukk á föstudegi og laugardegi. Hins vegar er hægt að hæðarmæla sig líka og hafandi heyrt að maður sé extra hár að morgni ákvað ég að skoða hvað ég mældist. Það var sem betur fer mjög upplífgandi, ég reyndist hér um bil 1.70 eða einum og hálfum sentimeter hærri en fyrri mælingar hafa sýnt. Þetta var nú hressandi niðurstaða.

Annars er ég afmælisbarn dagsins. Ég á afmælídag, ég á afmælídag, ég á afmælialvegsjálf, ég á afmælídag. Búin að fá mér að borða á Friðriki V. í tilefni dagsins, reyndar bara í hádegissjoppunni hans en samt…