Ömurlegasti afmælisdagur lífsins

Sjúklingurinn hefur svo sannarlega ekki átt sjö dagana sæla þessa vikuna. Hlaupabólan mætti á sunnudaginn og var aldeilis ekki af vægara taginu. Heilsan var slæm á mánudaginn, versnaði á afmælisdaginn og var líka ömurleg á miðvikudag. Eins og hún orðaði það sjálf þá var þetta versti sjúkdómur sem hún hefur fengið á ævinni og orðið …

Aukafærsla

Það er ekki úr vegi að skella inn aukafærslu fyrir febrúarmánuð í tilefni dagsins. Eitt og annað sem hefur drifið á dagana þessar tvær vikur hvort eð er. Fengum góða gesti, eins og fram kom í síðustu færslu. Gylfi afi og Adda amma komu hér á leið sinni til Norðmanna. Dæturnar alsælar að fá selskap, …

Félagslíf af áður óþekktri stærðargráðu

Það hefur eitt og annað á dagana drifið síðan síðast og ekki seinna vænna en að henda inn lítilli skýrslu. Frásögnin hefst fyrir hálfum mánuði þegar Óli Pálmi og Ellen, sem eru fyrrum vinnufélagar Mumma, litu inn. Það var mikið fjör og gaman, aðeins hægt að grípa í Þýskalandsvarninginn góða. Strumpan stóð sig eins og …

Helgardagskrá

Þá er helgin að verða liðin án þess að við höfum nokkuð farið til útlanda. Ákváðum að leika túrista í Árósum í staðinn og fórum með strætó í gær niður í miðbæ, til að sleppa við að borga formúu í bílastæðagjöld og til að gleðja Skottuna. Það stóð heima, hún var alsæl í strætó nema …