Utanlandsferðir í stórum stíl

Þýskalandsferðin var að mestu leyti vel heppnuð. Innkaupin voru hin skemmtilegustu en þess má geta að þrátt fyrir að við höfum aldrei keypt jafnmikið magn af bjór og léttvíni um ævina þá vorum við eins og algjörir amatörar í samanburði við þá sem mest keyptu.  Strumpunni fannst mjög spennandi að vera stödd í Þýskalandi og …

Afmælisstuð

Þá er indælisdagur að kveldi kominn í henni Danmörku. Skottan orðin tveggja ára og mun sennilega hvorki eiga rólegri afmælisdag né hlýrri í bráð. Hún var vakin með söng í morgun eins og hefð er fyrir á heimilinu og kættist mjög. Var varla komin fram úr þegar hún heimtaði graut og verandi afmælisbarn gat móðirin …

Lati ritarinn

Þá er enn liðinn langur tími frá því síðast og skrifast að þessu sinni á leti og ómennsku ritarans auk þess að ekkert sérstakt er að frétta. Síðasta vika var frekar róleg að undanskildu afmælinu. Við áttum góða ferð á Jensens bøfhus, dömurnar fengu aldeilis eitthvað fyrir sinn snúð, bæði blöðrur og dýrindis ís í …

Þögnin langa

Ekki það að ég hafi ætlað að láta líða svona langt á milli blogga, þetta er bara merki um hvað tíminn líður hratt. Mér finnst ótrúlegt að það séu liðnir tveir mánuðir frá því að við komum. Ef við verðum bara árið er liðinn 1/6 af tímanum! Svo farið sé yfir það helsta frá því …

Skólastelpurnar

Stóri dagurinn okkar mæðgna var í gær. Þá var fyrsti dagur Strumpu í skólanum og fyrsti dagur kynningarvikunnar hjá mér. Þar sem taxa-skutlið er ekki komið í gagnið mættum við gallvaskar út á stoppistöð korter yfir sjö í gærmorgun. Lentum í vandræðum með að borga, ég ætlaði að kaupa klippikort af bílstjóranum en hann benti …