Ég hef varla farið út úr húsi í dag. Vissulega þessa daglegu göngu (þegar veður leyfir) með fröken og svo smá skrepp, en annars einn af þessum dögum þar sem maður er algjör innipúki. Hafði mig upp í að senda kennaranum mínum bréf í dag og tilkynna um að ég væri hætt. Þá er öllu …
Author Archives: Kisumamma
106902661543560925
Loksins kom svona ekta helgardagur, þar sem var ekkert stress og æðibunugangur. Tókum loks af skarið með að festa upp krækjur í þakskeggið fyrir komandi jólaseríu. Það hefur staðið til ansi lengi og tók ekkert langan tíma þegar það var gert. Í leiðinni sinntum við smá vetrarverkum, sem hefði mátt gera fyrr, settum inn hjólin …
106893664157716557
Og þá kemur vonandi fallega færslan sem á erfiða fæðingu. Það var í fyrsta lagi hillan sem kom í hús í dag og Mummi fékk heiðurinn af að setja saman. Hún kemur svona ljómandi vel út, allir DVD diskarnir hýstir þarna og pláss fyrir meira. Stofan þurfti aðeins á breytingu að halda til að nýju …
106893459092176595
Ætlar allt að mislukkast núna? Ég er búin að gera tvær tilraunir til að skrifa skýrslu dagsins og fæ bara publish unsuccesful eða eitthvað álíka. Það er óvinátta í uppsiglingu.
106884142958621808
Skemmtilegur seinnipartur í dag. Eftir ungbarnasund, þar sem unga frökenin hélt áfram að sýna sundkennaranum óvinsemd, var farið í stutta heimsókn til langömmu og svo í verslunarleiðangur. Og það kom í ljós að það væri auðveldlega hægt að eyða nokkrum hundraðköllum. Ég veit ekki hvort það var sjálfstjórnin eða plássleysið sem kom í veg fyrir …
106876799460456985
Í gærkvöldi fór ég allt í einu að spá í hvað Óli bróðir myndi segja um þessa tilraun mína. Ég hef víst tjáð mig ansi hreint út um blogg og bloggara…og það ekkert á jákvæðu nótunum. En hey – þetta er að vísu drengurinn sem þykist ekki vera bloggari – hann er bara að skrifa …
106876792096123896
Af hverju gleypir bloggerinn póstinn minn?
106867977162795613
Talandi um sósíalísk ekspíríments. Ég er ein af þessum örfáu sem las ekki Ísfólkið á sínum tíma…og það þrátt fyrir að Sverrir Páll mælti með því í íslenskutíma. Ójá. En þegar amma gamla var farin að lesa þetta sá ég mitt óvænsta og byrjaði líka. Það er skemmst frá því að segja að ég veit …
106867731936906739
Jæja. Það er ekki ónýtt að hlusta á Villa Vill. Fantagóð tónlist í gangi þessa stundina, áðan voru það Palli og Mónika og núna Villi. Ekkert nema snilld. Og vil ég þá nota tækifærið og minna á nýja diskinn með Óskari (og segja þá eflaust einhverjir Sunnlendingar „Óskari who?“, en þeir um það. Hann er …
106859241287885115
Jæja. Nú fer í gang smá sósjal ekspiríment. Þetta er leyndó eins og er og ég ætla að sjá til hvort ég segi nokkrum frá þessu. Best að gefa þessu nokkra daga og athuga hvort ég springi nokkuð á limminu strax.