Sjúklingurinn hefur svo sannarlega ekki átt sjö dagana sæla þessa vikuna. Hlaupabólan mætti á sunnudaginn og var aldeilis ekki af vægara taginu. Heilsan var slæm á mánudaginn, versnaði á afmælisdaginn og var líka ömurleg á miðvikudag. Eins og hún orðaði það sjálf þá var þetta versti sjúkdómur sem hún hefur fengið á ævinni og orðið …
Category Archives: Almennt
Heilsufar og annað spennandi
Skottuprikið slapp býsna vel undan veikindunum. Fékk vissulega haug af bólum og lærði auðvitað hið nauðsynlega orð bóla en fékk hvorki háan hita né mikinn kláða, svo við þurftum ekkert að smyrja hana með kremum. Enn bólar ekkert á bólum á Strumpunni, ég veit ekki hvort ég á að fagna að hún hafi í raun …
Aukafærsla
Það er ekki úr vegi að skella inn aukafærslu fyrir febrúarmánuð í tilefni dagsins. Eitt og annað sem hefur drifið á dagana þessar tvær vikur hvort eð er. Fengum góða gesti, eins og fram kom í síðustu færslu. Gylfi afi og Adda amma komu hér á leið sinni til Norðmanna. Dæturnar alsælar að fá selskap, …
Kominn tími til
Nú er spurningin hvort ég sé góð að muna hvað hefur gerst síðan síðast. Það sem er kannski hvað markverðast er að ég tók ákvörðun varðandi námið, ég ætla ekki að halda áfram næsta vetur og þar af leiðandi er ég líka búin að ákveða að fara ekki í próf í vor. Svo nú er …
Mánaðarpistillinn
Þá er nánast mánuður síðan síðast og skrifast víst bara að hluta til á miklar annir. Nú er ég búin að hafa það náðarsamlegt í ellefu daga, síðan ég skilaði ritgerðunum mínum inn. Ég ætla samt að líta yfir farinn veg síðasta mánuðinn og skrifa jólafærslu og allan pakkann. Ef ég byrja nú þar sem …
Með allt á hælunum
Og hvað er þá betra að gera en að skella í eina bloggfærslu? Nú er botninum náð í leti og ómennsku, það gengur hvorki að græja jólin af neinu viti né að skrifa ritgerð af neinu viti. Að auki er tveggja daga frí framundan, við ætlum að fara í smá skrepp til Kaupmannahafnar, leggjum í …
Ferðalög og pestir
Við lögðumst í menningarferð til Randers á laugardaginn var. Hófum leikinn í Randers Regnskov til að nýta okkar góða ársmiða. Það var mikil sæla hjá dömunum, sú yngri sýndi jafnvel enn meiri áhuga en síðast. Í hverri ferð er eitthvað dýr sem við komumst nánast í snertingu við, í sumar var það api sem vappaði …
Félagslíf af áður óþekktri stærðargráðu
Það hefur eitt og annað á dagana drifið síðan síðast og ekki seinna vænna en að henda inn lítilli skýrslu. Frásögnin hefst fyrir hálfum mánuði þegar Óli Pálmi og Ellen, sem eru fyrrum vinnufélagar Mumma, litu inn. Það var mikið fjör og gaman, aðeins hægt að grípa í Þýskalandsvarninginn góða. Strumpan stóð sig eins og …
Smá bónusfærsla
Hendi inn til gamans bréfi sem ég sendi á samstarfsfólk mitt … Sæl öll Ákvað að senda á ykkur línu til að láta vita hvernig mér reiðir af á nýjum slóðum. Einhverjir halda jafnvel að ég muni ekki snúa aftur þegar ég loks er komin til fyrirheitna landsins. Það er ekki fjarri lagi. Ég þykist …
Helgardagskrá
Þá er helgin að verða liðin án þess að við höfum nokkuð farið til útlanda. Ákváðum að leika túrista í Árósum í staðinn og fórum með strætó í gær niður í miðbæ, til að sleppa við að borga formúu í bílastæðagjöld og til að gleðja Skottuna. Það stóð heima, hún var alsæl í strætó nema …